laugardagur, febrúar 12, 2005 fréttaskot: sAran búin að eiga sér nokkra frábæra daga hérna í ölpunum og aðra all góða daga. Eins og er bý ég undir borði á gólfinu hjá vinum mínum, en við erum cirka 7-8 manns þar í 25 fermetra "íbúð". en ég mun bara sofa undir borði í viku, því leigjandi okkar var búinn að lofa íbúðina okkar þessa vikuna - svo við Sveinborg, Nonni, bróðir nonna og ein undarleg ensk stelpa fáum fallegu íbúð okkar aftur á laugardaginn. Nú fer svo þannig að ég mun bara vera hér í Chamonix út febrúar, en sökum þess að mér var boðin staða sem nemi hjá Ateliers Jean Nouvel í París verð ég að hverfa héðan burt..... burt frá fjöllunum og vinunum - til Parísar þarsem ég þekki ekki sálu og hef engan dvalarstað, kann ekki almennilega frönsku - en ég verð líklega eina manneskjan á staðnum sem er ekki reipirennandi (það er skilyrði að kunna frönsku og vera flugufær í fullt af forritum og drasli á þessum stað) . sAra making history bara! fyrsta konan sem kann ekki neitt til að vera ráðin á stað þarsem aðrir arkitektanemar mundu gefa hægri hönd til að fá að starfa hjá! og er að láta þau bíða eftir mér meðan ég er að renna mér!
en ég vil allavega biðja ykkur um að hjálpa mér að finna stað að búa - ég er í ruglinu! er bara búin að fá eitt tilboð og það var frá rúmlega fimmtugum manni sem býr í eins herbergis íbúð þarsem aðeins er pláss f. eitt rúm sem við verðum víst að deila - en það er samt frekar ódýrt..... hjálp! síminn hjá mér í frakklandinu er : +33-675394273
bletz í bili! sAra posted by sArs | 17:19