þriðjudagur, nóvember 08, 2005 Ég á vinkonu sem getur kippt úr sér framtönnunum og skellt þeim aftur á sinn stað þegar allir eru búnir að lýsa yfir viðbjóð og smekkleysu. Hún kann að keyra traktór og var einusinni næstum drepin af Nauti þegar hún var að ganga yfir akur á vestur jótlandi. Hún er ein af fáum dönum sem ég þekki sem kann að meta raftÓnlist!
og mikið er ég fegin að vera ekki stÖdd í pArís nú - þarsem reiðir múslímar ganga berserksgang og eru hreinlega reiðir yfir ástandi íbúðarhverfa sinna (aka fátækrahverfa) og öllu sem því við kemur að vera illa staddir því þeir eru múslimar í frakklandi - og að yfirvöld geri ekkert til að hjálpa þeim. erfitt mál. ....annars eru þeir reyndar búnir að brenna fleirri hundruð bíla þarna í borginni - og ef það er eitthvað sem ég er hrædd við þarna í parís þá eru það bílarnir. og nú eru þeir færri, svo ég ætti að vera frekar óhult þarna eftir allt. vona að það sé búið að brenna litla ljóta bílinn sem ók mig niður þarna í apríl!
En, ein spurning: Hvað er líkt með fíl? posted by sArs | 23:24