sunnudagur, desember 18, 2005
sAmkvæmt stúdentsprófs skirteini mínu á ég víst að hafa lært írösku hér í menntó. Ég fékk 8.
Var að fá sent enska þýðingu á prófskirteininu til að senda með skólaumsókn og kíkti aðeins yfir ritið. Ég get nú ekki sagt að ég muni eftir öllu sem ég hef lært í menntó, en tel mig nú hafa vit á því hvað ég hef tekið að mér af fögum. Kem ég ekki auga á valgreinadálkinn og sé að þar stendur "Photography, painting&drawing og iraqi " bíddu, bíddu.... voru þeir að kenna írösku í MS í denn? Lærði ég það? Ég er næstum viss um að ég hafi tekið frönsku. Ekki nema von að frÖkkunum hafi gengið svona illa að skilja mig víst ég var í raun að tala írösku við þá þegar ég hélt að ég væri að tala frönsku!