fimmtudagur, janúar 19, 2006
Afskiptasemi stórríkjanna er alveg óviðjafnanleg! Eins og ég hef nú greint frá hér áður þá er undirrituð á leið í smá skemmtileiðangur til Irans. Alltíeinu eru allir svaka óhressir með það að þeir séu að reyna að tryggja sér orku og atvinnu í orkuframleiðslu - rétt eins og fleirri lönd....með framleiðslu smá svona úraníums. Þetta minnir mig nú bara á Hvalveiðimál grænfirðinga í garð íslendinga..... sem halda að við ætlum að útrýma kvikindinu, en við erum í raun bara að rannsaka nokkur fáein stykki. Iranir eru líklega ekkert að plana útrýmingu alheims með vopnaframleiðslu......kannski bara ísraels..
Er allt þetta ótraust sem stjórnendur þjóðanna bera til hvors annars ekki bara til þess að það þetta lið verði aldrei vinir!? Sumir hafa bara verið það óheppnir að , fyrir mörgum árum - að mennta fólk í kjarnorku og byggja verksmiðjur - og svo voru einhverjir aðrir dúdar sem ákváðu (eftir að hafa sjálfir verið frumkvuðlar í sama bransa) að banna allt draslið! Sama gildir um greyið kókóaplöntubóndana (eða hvað þetta heitir) í kolumbíu..... auðvitað er kókaín ekki hollt og allt það - en eftirspurn vestrænna þjóða á þessu undanfarna áratugi hefur útilokað þróun kólumbíu á öðrum atvinnumöguleikum/tækifærum - og nú er mönnum fúlasta alvara um að loka alveg á verslun við landið.
Ég er ekki að segja að ég sé fylgjandi kjarnorkuframleiðslu - þvert á móti - en það hafa kannski ekki allir náttúruauðlindir sem framleiða rafmagn.... eða annað til að halda þjóðinni gangandi. Í stað þess að hóta viðskiptabanni og sprengjurigningu - væri ekki fallegra af stórþjóðunum að hjálpa til við að finna aðra leið til að framleiða rafmagn...eða önnur not fyrir kókósplöntuna (samt ekki kakóplöntuna... man ekki hvað kókaínplantan heitir nákvæmlega).
sAra- búum til betri heim...sameinumst hjálpum þeim....og allt það.