mánudagur, janúar 02, 2006  

sAra óskar lesendum góðs nýs árs.

sAran senti nokkrum velvöldum einstaklingum svona áramótakort. Ef þú fékkst ekki slíkt er mér annaðhvort illa við þig, eða rafpósthólf þitt fullt.



Það hafa væntanlea allir verið sáttir við liðið ár og jafnvel sett sér svokallað áramótaheit fyrir hið nýja. Undirrituð er nú þekkt fyrir að setja sér slík heit - og á ég mér lista yfir þau hérna í gamla fílofaxinu:

1997: skrifa stærra og með meira bil á milli orða (stóðst 1/2 partin)
1998: að standa ekki í leigubílaröð (stóðst)
1999: að tala hægar og skýrar, vanda málið (stósst öngavein)
--svo vantar nokkur ár á milli í listan..man ekki alveg hvað það var---
2005: að eyða minni tíma í danmörku en áður. (stóðst)
2006: forðast það að verða brottnumin eða tekin sem gísl í Iran og á Rússlandi í komandi ferðalögum.

einvherjar spurningar?

posted by sArs | 18:21