laugardagur, janúar 07, 2006  

--- SKIRAN ---

Það eru all góðar líkur á því að úngfrúin eyði tveimur fyrstu vikum febrúarmánaðar í fjallalendi Irans. Þið haldið að það sé komið árið 2006 allsstaðar... en ég er að fara aftur til fortíðar - því í Íran er árið 1384!
Hér er mynd af Teheran og óvirka eldfjallinu Damavand (5671 m) í bakgrunn. Ef starfsmenn Iranska sendiráðsins í köben eru jafn litblindir og ég ætti ég að fá visa á næstunni, en ég skrifaði allt draslið í bláu og límdi svo mynd af mér á blaðið... las eftirá efst á blaðinu: "IMPORTANT: write clearly with BLACK ink, in capital letters" Senti draslið samt því ég nennti ekki að klippa myndirnar úr og gera uppá nýtt.
Og nei, ég er ekki að fara ein, heldur fer hún Tina (sænsk fjallavinkona sem ég kynntist í Chamonix 2000) og tvær vinkonur hennar með.
gaman gaman.

posted by sArs | 19:01