fimmtudagur, júlí 06, 2006 Kveðjuhóf? Útskriftarveisla? Afmælis...?
Á maður að nenna því að bjóða í svona opið hús?? Ég á ennþá eftir að fagna útskrift sem BA og síðan hef ég ekki haldið uppá afmæli mitt hér á fróni í 6 ár! Tala nú ekki um öll kveðjupartýin sem ég skulda...
Hefur einhver áhuga á pönnsum, írönsku tei, kaffi og jafnvel smá léttvíni svona áður en ég flyt á brott? Áætluð brOttför er ca. 26.júlí á þessu ári og sný ég ekkert aftur fyrren næsta sumar. Þannig að nú fer hver að verða síðastur að njóta stunda með mér, mér og aftur mér!
Er annars búin að henda út nokkrum myndum úr ferðalögum sumarsins: snæfellsjökull, fimmvörðuháls og norðurland.
- kílum á þara ........ sAra - sEm leggur á sig bakstur ef það er stemmning f. þessu.