sunnudagur, október 01, 2006 Íþrótt fyrir alla - konur og karla(?)
Nýtt land - ný íþrótt.
Var að spá í að reyna fyrir mér í jóganu. En þessi staður hérna er ekki svo langt frá mér. Er ekki alveg klár á því afhverju það er betra að stunda jóga nakinn - en ég held ég taki prufutíma með þessum úngu mönnum til að fræðast aðeins um atferlið.
Fór annars á tónleika um dagin. Alein. Það var mjög áhugavert svona fyrst og ég fór nú að spjalla við annað lið sem mætti án fylgdarliðs. En ég mæli samt með því að hafa tónleikafélaga. Þetta er ekki eins og að fara einn í bíó (á þó eftir að prófa það)Dj Krush var að spila annars. fílaði hann einhvernvegin miklu betur hérna back in the day árið 2000... er ég kannski bara of gömul fyrir svona rispu rímix rímusyrpur?
Vil benda fólki á að kíkja á myndaseríu sem Karin vinkona mín tók í Færeyjum um dagin - ekki fyrir grænfirðinga! posted by sArs | 05:43