mánudagur, október 23, 2006  



sAra talar um arkitektúr svona einu sinni...
Fór á fyrsta alþjóðlega fyrirlestur skólans um dagin - og var það nottla DANI! Ég flúði danmörku til að fara á danskan fyrirlestur í kanada. frábært. Fyrirlesarinn var Bjarke Ingels, en hann var meðstofnandi stofunnar PLOT, sem tröllreið öllu hérna 2001-2005, en svo skiptist fyrirtækið í tvennt og hann kallar sig BIG.dk (big dick!)

Þetta (myndin hér að ofan) er eitt af verkunum sem BIG er að reyna að hrinda í framkvæmd í kína. Ætla nú ekki að fara mikið meira útí það, en í lok fyrirlestrarins skaut Bjarke því inn að hann væri í SAMVINNU VIÐ ÍSLAND í sambandi við sjálfbærleika bygginga. Hvernig er hægt að vera í samvinnu við heilt land? Og ekki eru íslendingar eitthvað frægir fyrir sjálfbærleika í byggingum sínum..

ætti sAra að tala meira um arkitektúr?

posted by sArs | 20:57