sunnudagur, október 15, 2006
sAratalar með hreim..
kOmin heil að húfi ofan af fjalli. Hittum skógarbirni, uglur, rjúpur og hreindýr ásamt allskyns annarra náttúru fyrirbæra.
Það er bara eitthvað við Ameríkuna. Það er eins og þeir segja: Hér er allt svo miklu miklu stærra. Og það eru ekki bara trén, bílarnir, háhýsin og verslunnarhúsnæðin... ég sver það að mávarnir við strendurnar hérna eru svona 4x stærri en í evrópu. Hvað hefur þetta kvikindi verið að éta!? Ég er ekki að ýkja, en ég sá einn svona "kanadískan" máv kippa upp heilli ruslatunnu um dagin. Ég er skíthrædd um að þeir svipti með sér leikskólabörn í loft upp...
En allavega, þá henti ég inn nokkrum myndum af svæðinu hÉR. (neðst)
Vildi að ég hefði verið viðstödd 30.afmæli tRausta minns í gær, en ég hringdi í fólkið og fékk að vera til staðar í gegnum línuna.
Trausti færði mér reyndar hræðilegar fréttir af vini okkar fyrir norðan, en hann missti bú sitt í eldsvoða um daginn. Sem betur fer urðu engin slys á mönnum, dýrum og ófæddu barni. Sendi baráttu kveðju!
Ef einhver er með skype og vill bæta mér inná lista sinn þá er ég hress símamær og ætti að finnast undir fullu nafni - eða notendanafninu saraxelsdottir
takk&bLetz posted by sArs | 08:21