föstudagur, nóvember 17, 2006 sAratalar um vatn...
Þessa dagana eru nemendur eins og ég frekar uppteknir af skólavinnu. Í raun var ég svo upptekin (eða utan við mig..?) að ég tók ekki eftir því að það væri víst STORMviðri úti fyrir! Heilu hverfin voru rafmagnslaus, tré féllu hægri vinstri (og ég meina STÓR tré) og strandgötur voru rýmdar. Hverng gat þetta farið framhjá mér?? Nú ég fór bara í minn strætó í minn skóla eins og vanalega og var bara með mín höfuðföng (headfón) og bókina mína. Það var ekki fyrren að skriffa skólastofunnar senti út aðvörun um mengað vatn á rafpósti að ég fór að líta í kringum mig. Eftir að hafa drukkið rúmman líter af baneitruðu vatni fór ég að skoða fréttamiðlana. Nú má bara drekka flöskuvatn í nokkra daga (eða soðið vatn) vegna flóða við grunnvatnssöfnun. Allt vatn sem kemur úr krönum er brúnt! sem betur fer erum við með filter hérna heima, en morgunsturtan var samt gruggugri en vanalega.
Þessa helgina er það skíða-brúðkaup.
ÞAu Einar Ísfeld og Erin vinir mínir ætla að gifta sig á morgun - uppá fjallstindi hérna innfyrir land. Allir munu klæðast skíðafötum því það á að renna sér eftir saman-pússeríið.
sEgji yfir og út og að eilífu púður amen... sAra posted by sArs | 19:19