sunnudagur, nóvember 12, 2006 Tími til að tala?
sAran lætur heim vísindanna leiða sig á slóðir uppflettar anatómíu. Fór á sýningu um mannslíkaman í plastiníseruðu formi um dagin. HÉR má sjá myndband af þessarri ótrúlegu sýningu, sem er upphaflega frá London - en ákveðinn brjálaður vísindamaður hóf að plastenísera (varðveita mannabein og vöðva, æðakerfi og taugar, líffæri og núna nýlega líka fitu) fyrir nokkrum áratugum og þróaði þessa hérna sýningu. "Sýningin er ekki ætluð viðkvæmum" -er varað við. En ég gat nú ekki annað en dáðst að eiginleikum mannslíkamans og náttúrunnar yfir höfuð. Það vru þarna nokkur ..uhh... lík - öll í mismunandi íþrótta stellingum. Uppáhalds samsetningin mín þarna var fimleikamaður í spígat á boltum með eigin innyfli í hægri hönd sinni í loftinu, meðan vinstri hænd var á 3ja boltanum á gólfinu. Þetta er rOsalegt trikk. Ætla að reyna að þróa þetta í snjósportinu og æfa svona Backside-Rip-out-my-own-kidneys-360° í vetur. Anatómíukúnstir eru töff.
Í kvöld er það síðan Lee "scratch" Perry - sá gamli reggí hundur!
kveðja að vestan...sArs posted by sArs | 21:42