fimmtudagur, janúar 04, 2007  


þEtta mánaðarlanga jólafrí fer að líða undir lok og nú er von á Julie vinkonu minni í mánaðarlanga heimsókn. Aldrei kom hún að heimsækja mig í Árósum alla leiðina frá kAupmannahöfninni þarsem hún býr. Ekki ásaka ég hana fyrir það. Í árósum eru engin ævintýralönd full af nýjum 50 sentimetra púðursnjó daglega yfir bratt skóglendi og breiða jökla til að bruna niður.

Hef eytt jólunum í fjöllunum og áramótunum í ruglinu. Allt eins og það á að vera, nema hvað það var enginn fjölskylda nálægt.
Spádómskexið sem fylgdi kínversku núðlunum sem ég fékk mér á aðfangadagskvöld sagði mér að ég mundi finna gæfuna á þessu ári. Þá var akkúrat vika eftir af árinu. klukkan tifaði - sAran lagðist í flensu eftir viku af hamagangi í fjallinu - og nú er árið liðið.

Stúlkunni tókst nú að festa eitthvað af fríinu á stafrænt form og birt það HÉR.
þarna eru snjólamyndir, fjallganga, tjútt og eitthvað fleirra eldra.

-síðan senti ég líka út áramÓtakort. ef þú fékkst ekki slíkt, og telur þig verðskulda það - láttu mig vita og ég sendi um hæl!

posted by sArs | 07:27