laugardagur, febrúar 10, 2007  

Er svona dimmt?

Janúar 2005 var fjöldi sólskinsstunda í Reykjavík 1.3 af heilum 744 klukkutímum mánaðarins. Það var samt ekki jafn slæmt og janúar 1992, en þá fengu Reykvíkíngar heila 0,3 klukkutíma af sólskini. 20 heilar mínútur!

Nú eru liðin um það bil 7 ár síðan ég bjó á Fróni yfir heilan vetrartíma. Í mínum huga er ekkert svo dimmt heima þarsem ég er nú bara þarna yfir sumartíman. Nú er ég að reyna að skrifa ritgerð um ljósgæðin heima í sambandi við einhverjar byggingar - og ég er bara með myndir af björtum litum og glampandi bárujárni í huganum.
Get ég fengið smá hjálp við að endurvekja minningar mínar af köldum dimmum dögum vetrarins? Og þegar það er sumar heima - eru þið ekki sammála mér um að það er frekar bjart ljós meðað við t.d. Bretland ?
er ég kannski bara í ruglinu?

Efnisorð:

posted by sArs | 22:35