mánudagur, maí 07, 2007  

Þá er ég stungin af til Japans krakkar mínir.

Þar býr hún Hrund vinkona - og ætlum við nú eitthvað að sprikkla þarna og ofsækja. Ferðaheimurinn er ekki jafn stór og ég samanborin við meðal japanan - en allavega þá verður hann Palli minn í Tokyo fyrstu 2 daga mína þar - en hann er flugþjónn og þekkir pleisið nokkuð betur en við hin. Tökum Tokýó - flykkjumst um Fuji - klifrum í Kyoto... eða eitthvað í þá áttina.

Það hefur allt verið á grilljón hér í afslappaða landinu sem Kanada er - en ég fæ bara að segja þeim sem hafa áhuga frá því persónulega svona uppúr 8. júní þegar ég lendi á klakanum.
Stúlkan flýgur heim í gegnum New York borg og verður þar í viku í byrjun júní. Ef ég þekki einhvern sniðugan einstakling sem verður þar á sama tíma - láttu vita. Ég mun annars búa hjá Tinu skíðavinkonu minni í Queens.

Hér koma síðan nokkrar myndir af Baklandsskíðaferð sem við Róbert og Auður skelltum okkur í um dagin. ÞETTA er ástæðan fyrir því að ég fór til kanada!



posted by sArs | 17:18