þriðjudagur, maí 20, 2003 Einhvernvegin tókst mér að gleyma að nefna stóran þátt við heimkomuna á laugardagin: VIÐ VORUM LÁTIN BÍÐA Í BILLUND!!! - AFTUR!(sja 6.jan.) Huxaði nú til Herborgar og Bjössa þá , en þau BIÐU einmitt með mér í BILLUND í 7 klst í janúar. Reyndar var það ekki svoooo langur tími núna, en nóg til að gera allt vitlaust. Þæu lætur ekki gott fólk bíða í Billund eftir slíka reynslu - það er eins og að senda fyrrum bandarískan hermann aftur til NAM til að rifja upp niðurbældar minningar, eða gyðing til Auswitsch...
Stórskífan með SK/UM - "Í þágu fallsins" er kominn í hús annars. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta samstarf Skurkens og Prince Valiums. Platan er búin að fá frábæra dóma í hinum ýmsu tónlistartímaritum. hÉr er búið að pósta nokkrar rýnir. ekki skemmir fyrir að yúrs trúlí er á kredidlistanum! Til hamingju Jóhann og Steini - ekki gleyma litla fólkinu.... posted by sArs | 11:24