laugardagur, janúar 11, 2003  

BESTI DAGUR MINN Í DANMORKU HINGAÐ TIL!!!! Lagði af stað uppí Bótaníska Garðin hérna í miðbæ Árósa, vopnuð snjóbretti og skóflu, klukkan 08:06 að staðaltíma ásamt honum Trausta í leit að pallastaðsetningu. Fundum eitt stykki snjóhrúgu og umturnuðum henni í stökkpall(sem við skýrðum Pallur Snjósson), ef svo mætti kalla - enda ekkert alltof mikið af snjó á svæðinu til að raka saman. Eftir nokkuð fiff vorum við samt komin með bestu palla-aðstöðu Danaveldis í dag! Kári kom síðan uppúr hádegi, þegar við Trausti vorum búin að vera að djöflast þarna í um 3 klst. og tók nokkur Telemark-tilþrif.... Ef fólk er ekki að kaupa þessa sögu mína - þá megiði bara bíða... við festum stórstundina á stafrænt form! Set inn hlekki þegar þetta er komið inn. Eins og allir alvöru snjónotendur - fórum við á "aprés ski" þegar við vorum búin að útivistast. Við Trausti kíktum í einn kaldan á RisRas, en þar var akkúrat í dag verið að taka viðtöl við gesti kaffihússins í sambandi við hössl. Dvergurinn gaf viðtal, en við vorum samt bæði fest á filmu, ámeðan við skoðuðum kort af skíðasvæði (er alltaf með eitt slíkt á mér..) og þóttumst ræða ferðalag dagsins yfir bjórnum. Þessu verður víst sjónvarpað hér í danmörku á næstunni - þannig að ef þið sjáið þátt í sjónvarpinu..og það sitja tveir einstaklingar á kaffihúsi , rauðir í framan með snjóbretti f. aftan sig, að skoða lyftukort..þá erum það við! =]
það verður áframhaldandi fögnuður í kvöld.

posted by sArs | 16:33


föstudagur, janúar 10, 2003  

My%20ideal%20mate%20is%20Aragorn!%20
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?

brought to you by Quizilla


Varð bara að prófa - vissi að ég fengi Ara - gerði allt sem ég gat til að lenda ekki með einhverjum álfi! ... mikið er þetta samt klíjulegt "próf".

posted by sArs | 21:47
 

Það er ennþá nóg af snjó hérna, og ég ætla að reyna að koma honum í nothæfan búning: Ef það er gott færi á morgun ætla ég að draga Trausta (og hvern þann sem hefur áhuga) útí Den BOtaniske Have að byggja pall og djöflast eitthvað.
Í gær fór ég ásamt bekkjarsystur minni í "Innlit-Útlit"-ferð til eigenda hússins sem við erum að rannsaka - hún var með leyninúmer svo að við náðum bara í hana með bréfaskriftum - ástæðan fyrir því að gamal konan í húsinu var svona skeptísk á að aðrir hefðu símanúmer sitt er einföld: hún á auðvitað hálfgeðveikan fyrrum eiginmann sem er svona "stalker". En eftir að hann vann 12 milljónir DANSKAR í lottóinu hér í vetur hefur minna farið fyrir honum.... og kellingagreyið í húsinu okkar getur loks andað rólegra. Þetta fengum við allt að vita yfir kaffibolla í heimsókninni.... hef ekki talað við marga gamla dani áður... kannski tala þeir allir við hundinn sinn eins og þessi kona? átti í hörkusamræðum við hann Snata sinn: "Já nei nei! manstu hvað kom fyrir síðast þegar þú... Já, uss NEI!! Engan svona svip litli minn! Þú veist að þetta þýðir ekkert - og láttu stelpurnar eiga sig....... finnst þér ekki fallegt veður kallinn?...vertiggi fyrir!" Fjörugt heimili samtsemáður (er það í einu orði??)
Alltíeinu er komin helgi - aftur. Og það er fullt af einhverju liði úr Kópavoginum á leið til Árósa að mér skilst. Mestmegnis frá Kolding hér fyrir sunnan - PArtý hjá Lindu! Og hann Óli vinnnnur úr nóAtúni er einig væntanlegur held ég. Held samt ég feli mig í Bótaníska Garðinum - aldrei að vita hvað þessir utanReykvíkingar taka uppá....

posted by sArs | 12:53


mánudagur, janúar 06, 2003  

Gleðilegan þrettándan....EKKI!!!!!! þetta ár ætlar á byrja á neikvæðu bloggi....nei ekki neikvæðu - HATURSbloggi! Var samferða Herborgu og hinum veika Bjössa, frá Keflavík til Danmerkur. Sökum "ofsaveðurs" í Danmerku (5 sentimetra snjólag) var vélinnin snúið við frá Kaupmannahöfn til Billund, sem er í eins og hálfstíma ökufæri frá Aarhus. Nú bauð fyrstafreyjan okkur öllsömul "Velkomin til...ehhh... Danmerkur!" í Billund ríkir mikil mannillska! Þar hlaða menn svínum í búr og senda þau í slátrun. Þannig var stemmningin hjá okkur þarsem við sátum í vélinni í 6 og hálfan tíma. Enginn fékk að fara út. Við fengum djúsglas þarna einhverntíman og það var kveikt á sjónvarpinu þegar við vorum búin að sitja þarna í tvo og hálfan tíma. Flugstjórinn vildi meina að það væri ekki hótelgistingu að fá innan 200 km.... hann var kannski búinn að gleyma því að við værum grís í búrum... og ekki í leit að 5stjörnu gistingu. Nóg er af hótelum í árósum sem er innan 100 kílómetranna. Öll þrjátíuogsjö smábörnin í fluginu voru svona hálfgrenjandi í kór á köflum... og konan hinum megin við ganginn frá okkur ældi í takt við. Og við Bjössi gengum í þessa lúðrasveit af óhljóðum með endalausum snýtingum( verandi með kvef og allskyns bólgur). Svo var borin fram enn ein frosna kjúkklingabringan...og ameríkuflugs vídjóspólurnunum poppað í tækið. Aðkoman að Kastrup var vel rússnensk! fólk sofandi útum allt, og svona áttatíu og níu þúsund yfirgefnar töskur í stöflum. Biðum í enn aðrar klukkustundir eftir töskunum okkar - og komum okkur hálfshugs í einhverja lest og vorum komin heim um 10 leytið. Flugið átti bara að taka 3 klst. - en var síðan í 14 klst. ef maar telur töskubiðina með. Missti af fyrirlestrinum. Fékk svo að vita að ég væri númer tvö á lista yfir fólk sem á að fara í viðtal við kennara á morgun - og á að mæta með fullgerða möppu og einhver skrifuð ummæli mín um eitthvað.... Það fyllti alveg mælinn - enda ekki með NEITT tilbúið!! En ég held ég hafi bjargað þessu fyrir horn með að skipta við einhver. Góðan nótt - ég er farin út í "óveðrið" að kaupa tannbursta.

posted by sArs | 21:45