föstudagur, maí 07, 2004  

Ég er nýbúi!
vAR að fatta það að ég tala ekki nógu nýbúalega dönsku. Er búin að fá smá kennslu hjá vinkonu minni í góðri nýbúadönsku a la pakístanskí. á námsskrá nýbúadönsku 101 eru aðallega rifrildi og hótanir (bara svona til að byrja af krafti): algengustu setningar í rifrildiserindum eru:
1. "Volla man! jeg brænder din mors overskæg af!" (ei maar - ég brenn mottuna af mömmu'ðinni. góður!)
2. "Jeg boller din mor, man!" (hér er það ekki rídd þú mömmu þinni - heldur erum við komin í fyrstu persónu: ég ríð mömmuðinni)
3. "Jeg ved hvor din far har sin kiosk!" (hótun! sbr. ég veit hvar þú átt heima)

hlAkka til að mæta í nýbúadönsku 202: að taka strætó með barnavagn.

allt annað...
Kaupmannahöfn varð að Metropolískri stórborg við tilkomu metrósins. Gott og vel. Danir vilja gera borgina sína enn meira spennandi og eru að vinna í allskyns verkefnum til að gera bæinn meira lifandi og vinalegri. Síðustu helgi var ég þarna í þessarri stórborg og talaði við konu sem stendur fyrir hluta af þessum þróunum sem eru í gangi og fengum við stúlkurnar (ég og hópurinn minn) allskyns "inside-infó" um skipulagið. Hún nefndi meðal annars að það stæði fyrir að koma upp svona Wild Water River Rafting (eins og hún orðaði það) fyrirkomulagi rétt f. utan Amager (s.s. friðaða svæðið sem er eiginlega friðað útaf því að því að það gætu enn leynst nokkrar jarðsprengjur þarna síðan í síðari heimsstyrjöld). jújú - bara að grafa og bú til á og þá eridda komið! Nú þurfa menn ekki að fara alla leið til Nepals til að stunda vatns-jaðarsport lengur - þetta er allt hérna í nágrenni köbens!

jallah - svariði mér nú einusinni!

posted by sArs | 16:12


miðvikudagur, maí 05, 2004  

LOVE IS FOR NERDS WHO DON´T DARE TO FIGHT!
Þetta er nafnið á hljómsveitinni minni! tÓnlistarfErillinn kallar - nú hef ég engann tíma fyrir skóla. Fyrsta hljónstaræfingin okkar stúlknanna í SKA hljómsveitinni fór fram síðastliðinn sunnudag. nú er ekki aftur snúið. Við Julie fengum gítar og bassa í hönd og spiluðum "I AM IRONMAN" eftir Black Sabbath allt kvöldið (einhverstaðar verður mar að byrja). Búið er að hanna boli og bóka okkur á Appelsínugula tjaldið á hrÓaskeldu fyrir næsta sumar. Aðrir meðlimir eru hin sænska Lotta, á trompetinu, og svo auðvitað hún Sveinborg okkar á trommunum. Okkur vantar enn nokkra hljóðfæraleikara: fleirri trompettleikara, saxofón, annan gítarista, bongótrommur og jafnvel panflautumann! Í sKA-hljómsveit gildir það bara að troða jafn miklum vitleysingum uppá svið og mögulegt er! Aðal áheyrsluatriði okkar er sviðsframkoma! Við Julie ákváðum að fyrsta plata sveitarinnar ætti að heita " 1.90 " - en það ætlar að vera meðalhæð meðlimanna á sviðinu! Það þýðir ekki annað en 10-15 sm pinnahæla takk!! og þarafleiðandi HJÁLMA. ... en við höfum tekið eftir því hversu hættulegt það getur verið að ganga um á slíkum...og þá er það bara að koma í veg fyrir slysin áður en þau gerast......og notast við hjálm (svo eigum við líka allar hjálm korteðer).
Um helgina er það svo að safna í innblástursdallinn og fara á RE:CESSION tónlistarhátíðina hér í árósabæ.
Updeit um tónleika ferðalög og upplýsingar um hvar þið getið pantað ykkur bol og pennaveski með lógói bandsins verða bráðlega fáanleg hér á síðunni. Stay tuned...því "ég er járnkallinn!!...darararararadarada!"

posted by sArs | 12:42