laugardagur, febrúar 07, 2004  

Gamli líffræðikennari vinar míns lék í Star Wars: The Empire Strikes Back. ...hÉlt að hann ætti nú ennþá búninginn einhversstaðar uppá háalofti - ekki dónalegur erfðagripur það!
Eftir mánuð í dag verð ég í frAkklandi að misnota snjó og fjöll
Eftir viku í dag vErð ég í kÖben að hlusta og horfa á KRAFTWERK

Ætti alveg að lifa veturinn hÉrna af ámeðan ég skrEpp eins mikið mögulega í burtu.
Brynja ætti að fara að vERða léttari hérna eftir svona eina og hálfa viku.. ég verð alltaf soldið stressuð þegar hún svarar ekki í símann..eða ef ég heyri ekki í "verðandi foreldrunum" nokkrum sinnum á dag..

skÓlabar í gær: sá fyrsti í langann tíma...og það sást á fólkinu að það hefði ekki slétt úr klaufunum síðan um áramótin. fullir arkitektar eiga það soldið til að sveiflast til og detta um stóla. Ég forðaði mér í í svona klukkutíma yfir í listaháskólann þarsem allt of margt fólk hafði troðið sér inní allt og lítið herbergi og hlustað á allt of hátt Drum´n Bass(ef það er hægt) í allt of miklum hita og svita. Minnti soldið á harðkjarna rokktónleika eða svona metall - en við kARin (alias "skrítna stelpan") spjöruðum okkur ágætlega í látunum. fÓlk er aldrei svona brjálað á DnB-djammi heima svona snemma á kvöldin. ekki nema það sé oldskúl hardcore....

:að eilífu pÚður Amen: sArs út

posted by sArs | 14:07


mánudagur, febrúar 02, 2004  

niðurstöðurnar kOmnar í hús. Ég er niðurstaða.

nOregsbúar eru gott fólk sEm höfða miklu meira til mín en þessir dönsku frændur okkar. veit ekki hvort ég eigi að kOma með svona fErðasögu hérna.. já kannski bara stutt:
lenti - móttökunarnefndin beið og fór með mig heim til Petters og kærustu hans í vöfflur (brögðuðust miklu íslenskari en danskar vöfflur) - daginn eftir fórum við í túrhestaferð í klá uppí bæjarfjallið og skíðuðum niður hálfnöktu fjallshlíðina - sjá myndir - tókum kvöldið í nágrannaskíðasvæði [er hérmeð orðin betri í næturakstri] - tókum eitt stykki fimmtudagsdjamm: miklu skemmtilegri staðir þar en hér og bjórinn er ekkert miklu dýrari ef mAr veit hvert á að fAra - og fólkið klæðir sig eins og það sé nýkomið úr fjallinu á djamminu..og það er alltaf gaman. Eyddi allri helginnni í alvöru nOrskum fjallakofa nálægt skíðasvæðinu Eikedalen þarsem við príluðum uppá fjallstinda til að hendast framaf fáfarnari slóðum. Enda líður mér eins og fjall hafi rúllað yfir mig núna – hefði kannski verið óvitlaust að vera í einhverju alvöru fOrmi þegar mar fór afstað... en mér tókst nú að halda í gauranna sem gera þetta daglega - enda heiti ég ekki sArs fyrir ekki neitt! og ef mar heitir sArs þá rOkkar maður. segi betur frá smáatriðum eins og ég fer áleiðis (as I go along..?)

næst þegar ég fer til nOregs vil ég samt fara á Elgsbak!

posted by sArs | 21:08