mánudagur, desember 06, 2004  

Tannlæknaferð nr. 2 í danmörku: sveiflaði mér í stólinn kl. 3 og var farin útaf stofunni korteri seinna - 500 dönskum krónum fátækari og einni tönn heilbrigðari. Á KORTERI!!! Það er einhver nýjung í tannlækningum sem heitir SANDBLÁSTUR - engin deyfing, enginn bor, engin læti, engin tár og miiiklu ódýrara en hefðbundnar skemmdafjarlægingar. og mar fær meira að segja hlífðargleraugu ámeðan blæstrinum stendur svo það fari ekki tann-sandur í augun! ér er semsagt sandblásin.... eins og eldhúsinnrétting úr habitat.

Eru ekki örugglega allir búnir að sjá myndbandið við "hatten er din" - svíjar eru alveg fyndnari en við höldum - tékkiði á þessu myndbandi og lesið undirtextann við múslimalagið!


posted by sArs | 15:45