fimmtudagur, nóvember 14, 2002  

Var rétt í þessu að klára að horfa á Chuckie´s Bride.... freeeekar vond mynd, en samt sem áður hressandi og laus við allar vasaklútasenur. Niðurstöður læknisheimsóknarinnar voru frekar fyrirsjáanlegar - ég er tognuð eða eitthvað - og má ekki sparka í neinn í svona mánuð ;[ Verð bara að sparka þeim mun meir þegar ég er búin að ná mér.... og það á allt að vera komið í lag áður en ég fer á snjóbretti um jólin! samt leitt þetta með að getiggi sparkað í danina...
Ætlaði að skanna inn restina af myndunum í kvöld, EN græjurnar voru allar uppteknar svo að þetta verður að bíða betri tíma. Samt merkisdagur á annan hátt en þetta með læknisheimsókn mína - hjólaði í fyrsta skiptið í Árósum!! Fékk lánað hjól bekkjarbróður míns og fór á Valhnetutrjáveiðar! Gaurinn sem er með mér í þessu valhnetuverkefni í skólanum býr á sveitabæ fyrir utan Horsens (bær dauðans) og er frekar feitur og asnalegur.... Svo þegar ég lagði til að við hjóluðum aðeins lengra til að leyta þá þurfti að ræða það í svona 5 mínútur..."já en helduru að það sé eitthvað svona tré þarna?....ég veit ekki alveg....mér finnst það ólíklegt....svo veit ég ekki hvernig það lítur út..blablabla..." KommOn!!! Ég var að tala um 200 metra hjólastíg sem tók að lokum 3 mínútur að skoða! En árangurinn var samt sem áður enginn!
En á morgun eru tónleikar með fjórmenningunum í : mÚm : og verður væntanlega margt um íslamdínginn þar...

posted by sArs | 23:52


miðvikudagur, nóvember 13, 2002  

Hérmeð er ég orðinn stoltur músareigandi! og ekkert svona kúlumúsardrasl sko.. Ætla að skýra hana "Hcetigol".... afþví að það er eitthvað svo þjált.
Á fyrir mér stórmekilegan dag á danadvalarferli mínum: á morgun fer Saran í fyrsta (og vonandi síðasta) sipitið til baunalæknis! Er nú búin að vera hölt námskona í rúmlega viku... og er hætt að finnast það sniðugt. Búin að missa af 3mur æfingum - en hef aðallega áhyggjur á að það verði eitthvað vesen þegar ég fer á SNJÓBRETTI um jolin!! En ég held ég haldi gangster-ganglaginu áfram þegar ég læknist - er að fá feitt RsPcKt þarna í skólanum. Það þorir enginn að vera í vegi mínum.....
En það er annars ókeypis að vera veikur eða slasaður hérna.. þ.e. lækningin er ókeypis! Alveg veit ég um einn ákveðinn vin minn(hóst*haffi*hóst) sem ætti sér stóran fjárhagslegan hag í því að flytja hingað BARA útaf þessu ókeypis slysókerfi!
En annars er ég nýbúin að henda inn öllum helstu myndunum frá árinu 2000 í Frakklandi inná Chamonix síðuna. Bara tvö ár eftir...
Bið góðar stundir í bili - þarf að vakna snemma og kryfja valhnetu...aftur!

posted by sArs | 23:10


mánudagur, nóvember 11, 2002  

Á morgunn ætla ég að kaupa mús fyrir tölvuna mína! það er ómögulegt að vinna með þessum snertifleti á græjunni!
Og svo má ekki gleyma frasa vikunnar:
"IT´S NICE TO BE IMPORTANT - BUT IT´S MORE IMPORTANT TO BE NICE!!!" e. Scooter (og þið verðið að tékka á síðunni hans - hún segir allt sem segja þarf um teknótævuna)
~nóða gótt~

posted by sArs | 00:01


sunnudagur, nóvember 10, 2002  

Sunnudagskvöld í aðsigi.... og verð ég að segja að bekkjarteitið í gær hafi bara verið þónokkuð ánægjulegt. Það er ekki til danskari mannvera en hann Søren Larssen sem hélt partýið í gær. Hann situr á borðinu á móti mér....og ég er búin að komast að því að hann er danskastur allra dana: svona ljós yfirlitum, hávaxinn myndarpiltur í frekar þröngum buxum (að mínu mati), í fínlegum skóm, hlustar á George Michael...og segist vera með afar breiðan tónlistarsmekk, borðar hollan mat og er umfram allt ÁVALLT HRESS!!! En þessir danir eru hið besta fólk .... labba frekar hægt samt. Ég slasaði mig á æfingu síðasta mánudag og hef verið aumingi síðan! En ég er ekki alveg ónýt - ég haltra hraðar en meðal danskurinn labbar!
takk&bletz

posted by sArs | 17:31