sAra tALar...
sunnudagur, maí 30, 2004 Það var laugardagurinn 30.júní 2004 - og VERÖLD MÍN HRUNDI!! veit ekki hvort fÓlk hafi einhverntímann tekið eftir því en ég er "stundum" með heyrnatól á höfði... já og þessi heyrnatól önduðust í gær. Fengu loks nóg af því að vera annaðhvort alltaf á höfði mínu eða í töskunni minni. ALLTAF! og þá á ég við alltaf í 10 ár! Fékk þau í fermingargjöf. SONY hefur átt mikil áhrif á líf mitt, allavega síðan ég varð 12 ára - en þá var það SONY SPORT vasadiskóið sem kom inní líf mitt. það var gult, vó 3 kíló og það mátti missa það í gólfið, öskra á það og bleyta það að vild. 14 ára fékk ég svo þessi elskulegu heyrnatól í fermingargjöf og til samans, voru sony SPORT, tÓlin og líkami minn EITT. við vorum sArs! á 22. aldursárinu skipti ég vasadiskóinu út fyrir minidisk, en samt af gerðinni SONY, því vasadiskóið góða hafði dugað mér hálfa mína æfi (frá 12 til 22ja).
nú neyðist ég til að reyna að dökk-teipa elskulekgheitin saman... langar ekki í ný. fLest öll þessi nýju heyrnatól í dag eru eitthvað svo sveitt - og stór, ekki hægt að brjóta þau saman, of speisí og fríkuð í útliti, og ara almennt noget lort! rétt eins með flestar ferðatölvur sem eru ekki frá mac - bara ljótt!
...farin í endurlífgunarstöðu.
var annars að setja inn myndir sem hafa verið í biðstöðu svo mánuðum skipti! afmælisteiti mitt, einhver skóladjömm og heimsókn Ljamms ásamt fleirrum!
var svo í grísagrillveislu(heilt stykki grís á teini takk) á flöskudaginn (því ég var að klára skólann!!) og legg máske einvhrjar myndir út þaðan þegar ég nenni. posted by sArs | 13:42