laugardagur, desember 07, 2002  

SÆNSKI DAGURINN ÓGURLEGI !!!! Eftir skóla í gær var farið útí IKEA með henni Brynju minni..sem er fædd í landi Dolf Lundgrens - og voru þeir ófáir klukkutímarnir sem við stöllurnar eyddum í húsgagnalandinu - prottandi svíþjóðnesku af okkar bestu kunnáttu....jovist!
Má segja að þetta hafi verið svona dagsferð - allaveg mundi ég, bæjarrottan, segja það. Og auðvitað fara menn ekki útí IKEA án viðkomu í matsalnum til að gæða sér á kaffi&Daimköku. Ég fjárfesti í Wok-pönnu, sigti og spegli. Í gula Volvo-strætónum á leið niðrí bæ var síðan sungið viðlag Emils í Kattholti ámeðan sessunautur bístjórans aflitaði á sér hárnið....
Kvöldlið gekk frekar danskt fyrir sig...öl hér og þar.... og endaði krúið á franska staðnum LeCoq (þar getur maður heyrt franskan mann rífa sig á dönsku - með franskasta hreim í heimi! "Putan, Deeer eR ikkje nojet(ö) gjÄlt(ö) meeed dín white Russjann(ö)!!") og Fyyy Faaan - síðan alltíeinu mætir þarna eitt stykki sænskur piltur sem ég þekki sem bjó hérna í árósum í fyrra! Han är jette bög!!
Þetta er nóg í bili - ég þarf að fara uppí skóla að tala við gifsmódelið mitt og safna saman einhverju fólki til að hittast fyrir bekkjarpartý kvöldsins - hej do allioopa!!

posted by sArs | 14:27


þriðjudagur, desember 03, 2002  

Var ófær um spekingsríkar skriftir í gær eftir kökuafmæli Halla(ekki lítill lengur!). Ómældur myndarskapurinn hjá fólkinu á Mejlgade. Talandi um Mejlgade, þá vil ég upplýsa fólk(sem ekki veit núþegar) að Brynja og Trausti munu flytja í þessa sömu fallegu götu eftir rúmlega viku!! Loksins LokSins!!!! Fólkið mun loksins flytja úr Ghettóinu niðrí siðmenninguna hjá okkur í miðbænum!
Var að klára að horfa á Jóladagatalið - eina jóladagatalið sem ég nenni að horfa á: "Nisserne - det endelige opgør!" Þetta er Norskur "reality" sjónvarpsþáttur um tvö lið af jólasveinum sem þurfa að búa saman í kofa í 24 daga! Það byrja 12 í hverju liði.... og á hverjum degi er einn jólasveinn kosinn úr því liði sem tapaði þraut dagsins. Þraut dagsins í dag var að búa til piparkökuhús eins hratt og hægt er... án þess að brjóta það!! Mikil áhersla er lögð á jólaföndur...og er þónokkul samkeppni og pressa á fólkinu. Já, og jólasveinarnir (sem eru af báðum kynjum, fleirri en einum kynstofni - og finnast einnig samkynhneigðir sveinar inná milli) þurfa að sofa í hei-rekkjum og lifa á piparkökum, mandarínum og glöggi! Vinningshafinn hlýtur síðan milljón að launum! Þetta væri að sjálfsögðu ekki gæðasjónarpsefni án táraflóðsins sem fylgir því að vera kosinn úr hónum, gLeðitárum þess jólasveins sem fær viðurkenningu fyrir fallegasta klósettrúllulíkanið af Jesúbarninu og klíkumynduninnar innan liðanna! Æsispennandi þáttur sem á eflaust eftir að halda mörgum pikkfast í sætum sínum klukkan hálf átta á hverju desemberkvöldi!
yfir og út - sArs

posted by sArs | 20:25