fimmtudagur, maí 22, 2003  

Gleymdi ég að segja fólki að "í þágu fallsins" væri fáanleg í 12 Tónum? Trausti er líka búinn að gera fallegan link frá síðunni þeirra ninnu( farið með músina yfir "sk/um").
Var að fá viðvörun frá dot.tk (heimasíðuserver) - en þeir hóta að leggja niður heimasíðu Þotuliðs Nóatúns, vegna lélegrar aðsóknar!! Þetta þotupakk á það líka bara skilið - enginn sem kærir sig um að segja neitt á síðunni. aumingjar!
Árný nefndi VONT sjónvarpsefni um daginn - og skirfaði þá líka um "High School Reunion", sem er auðvitað mjöööög vont imbakassaefni! Ég rak nú aðeins augun í þetta í gær og fannst nú lítið gaman af - nema hvað svo sá ég intróið. Í intróinu eru persónurnar allar kynntar með "stöðuheiti": t.d. "Dave - the bully", "Amber - the popular one", "Mitch - the nerd", "Nicole - the shy girl", "Brian - the mishap", "Andrew - the class clown".... osfrv..... EN alltíeinu kemur [:og þess má geta að ég er að gizka á nöfnin:] "Darcy - THE TALL GIRL"!!!! Hvað er það?? Hverskonar persónugreining er það eiginlega að vera kallaður hávaxna stelpan?? Var hún klár? Lýgin? Athyglissjúk? Hjálpsöm? Lúði? Nei nei - hún var nú bara hávaxin! Ætli gamlir skólafélagar mínir minnist mín sem "hávaxna stelpan í bekknum"? Ekki þessi þarna sem talaði bjagaða íslensku, eða þessi sem var gett góð í landafræði.... þessi ósýnilega.... þessi sem brosti ekki nógu oft... Nei - einfaldlega þessi hávaxna! ??

~~tallPERSONSunite~~

posted by sArs | 18:16


þriðjudagur, maí 20, 2003  

Einhvernvegin tókst mér að gleyma að nefna stóran þátt við heimkomuna á laugardagin: VIÐ VORUM LÁTIN BÍÐA Í BILLUND!!! - AFTUR!(sja 6.jan.) Huxaði nú til Herborgar og Bjössa þá , en þau BIÐU einmitt með mér í BILLUND í 7 klst í janúar. Reyndar var það ekki svoooo langur tími núna, en nóg til að gera allt vitlaust. Þæu lætur ekki gott fólk bíða í Billund eftir slíka reynslu - það er eins og að senda fyrrum bandarískan hermann aftur til NAM til að rifja upp niðurbældar minningar, eða gyðing til Auswitsch...

Stórskífan með SK/UM - "Í þágu fallsins" er kominn í hús annars. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta samstarf Skurkens og Prince Valiums. Platan er búin að fá frábæra dóma í hinum ýmsu tónlistartímaritum. hÉr er búið að pósta nokkrar rýnir. ekki skemmir fyrir að yúrs trúlí er á kredidlistanum! Til hamingju Jóhann og Steini - ekki gleyma litla fólkinu....

posted by sArs | 11:24


sunnudagur, maí 18, 2003  

Buenos tardes, sArs komin aftur til Baunalands.Veit ekki hversu ýtarlega það á að lýsa nemendaferðalaginu í massatúrsman - sólbrann, flagnaði, var rænd og bitin af moskítóflugu. hehe - en jákvæða veran í mér hafði gaman af... Við bjuggum á svona túristaMekku, með hótelum og túristaútbúnaði útum allt - en eyddum dögunum í að rannsaka fallegan bæ sem lá þarna í hálftíma labbfjarlægð frá geðveikinni. Skelltum oss einnig í svona rútuferðir um eyjuna til að skoða eitthvað frægt.
Á Mallorka má finna mjög sérstök spendýr sem sjást ekki á hverjum degi annarsstaðar í heiminum. Þessi spendýr koma til eyjunnar einusinni á árí í svona tvær vikur - á hverju ári í tugi ára í röð - og ferðast í hjörðum!! Þau eru föl, jafnvel hálf gegnsæ, á hörund - eru annaðhvort dönsku-, bresku- eða þýskumælandi og um það bil 40 kílóum yfir kjörþyngd. Spendýrin, einnig kölluð "túristar" eru sum búin að koma sér upp varanlegum bústöðum með sínum eigin skiltum!!
Þetta með að vera rænd var nú ekkert of svakalegt - var svo sniðug að gleyma að taka seðlaveskið úr töskunni þegar ég fór útí sjó með nokkrum öðrum einu sinni - og þá hefur einhver hraðskreiður dvergur gert sér lítið fyrir og tekið veskið úr töskunni sem var falin undir fullt af fötum og drasli - á þessum 7 mínútum sem við vorum útí sjó. Ætli mar læri ekki bara á þessu. :þ Tók allavega heilan aragúa af myndum: HÉR eru myndir af félagslegu atburðum og ef einhver hefur áhuga á Arkítektúr má finna slíkt hÉR.
Brá mér í færeyskt afmæli í gær annars. mad mAds - a.k.a. the rastaFaröjen - bauð fólki (þar á meðal fullt af fornleifafræðinemum, sem við rAkel reyndum að dusta af og rannsaka) í bollu aLa Árni og snittur aLa Sigga.
Hasta la Vista.

posted by sArs | 19:38