mánudagur, september 25, 2006  

Image hosted by Webshots.com
by saraxels7

posted by sArs | 08:45
 

úti að aka?

Þegar ég var á veiðum eftir herbergi hér í L.A. norðursins eins og þeir kalla það, þá hitti ég mann. óheppinn mann með óheppilega sögu.
Það var þannig að maður þessi var öryrki. Hann hafði samt endurbyggt mestallan hluta af húsinu sínu (þarsem hann leigði út kjallaraherbergi) sjálfur, enda vanur allskyns byggingarvinnu og handverkun frá fyrri tíð. Kvöld eitt var þessi sirka um 40 ára gamli maður að labba yfir göngugötu - en ölvuð kona ók yfir hann á fleygi ferð. Hún drap 10 ára gamla son sinn sem sat frammí. Maðurinn lamaðist að hluta til og hefur enga tilfinningu í fótum og höndum, en hann getur samt notað hendur sínar og fætur til að sinna einföldum verkum. Áður vann hann við tölvu, en getur ekki notað lykklaborð lengur, svo hann fékk vinnu við að dæla bensíni 3svar í viku þarsem hann vinnur 12 tíma vaktir. Konan slasaðist ekki neitt í umferðarslysinu. Dómarinn í málinu vorkenndi konunni fyrir að hafa drepið son sinn í slysinu og dæmdi hana ekki, heldur tók af henni ökuskirteinið í heila 6 mánuði! Um það bil ári eftir slysið ók þessi sama kona ölvuð á annan mann. Sá maður lést.
Refsingin í þetta sinn: árs stofufangelsi. Hún er ennþá hérna í Vancouver...akandi um.

Ég tók annars ekki herbergið - vond lykt af teppinu í kjallaranum. Hér er einhverskonar teppa-fettish í gangi og allir með teppi á gólfum sínum. Persónulega finnst mér teppi viðbjóðsleg og kýs að ganga frekar um í ullarsokkum á trégólfum á köldum vetrardögum.

posted by sArs | 08:25