föstudagur, febrúar 14, 2003  

>Merkilegt! Er stodd herna a Genfarflugvelli og er ad bida eftir rutunni. Gaedalandid sviss bydur uppa okeypis netnotkun a vellinum. thad aetti ad stytta bidina sma. Ja en thad sem er svona merkilegt er thad ad thegar eg for inna bloggsiduna mina (saratalar.blo...) tha kom upp einhver itolsk sida. Einhver italskur bloggari!! Sama hvad eg gerdi - for m.a.s. inna sidur vina minna og klikkadi a linkinn a mig - nei nei alltaf kom thessi italska sida! Storfurdulegt sko... kannski ad thessi itali se ad bitcha yfir thessu sama.... "mamma mia.. tutti frutti bloggisti ma websiti de saratalar esta tutti an islandesi!" faer kannski alltaf siduna sina upp a islensku thegar hann/hun ferdast...

anywayz...thad er vist timer a thessu.. skrifa meir a eftir.
a bien tot!

posted by sArs | 12:05


fimmtudagur, febrúar 13, 2003  

Í gærfréttunum var þetta helst: Lögreglan í Horsens (sbr.kópavogur) bjargaði nöktum karlmanni af húsþaki. Hafði hann setið þar í nýstingskulda í 2-3 klst. og tæpast sagt orðið kalt...allstaðar! Nú, ástæða þess að maðurinn var staddur allsber uppá þaki er sú að hann var í heimsókn hjá "vinkonu" sinni, og í miðjum "samræðum" kom eiginmaður vinkonunnar heim. Auðvitað flýja menn uppá þak.... en ekki t.d. inní fataskáp eða undir rúm! Alvöru (eXtreme!!) hjásvæfur kæra sig greinilega lítið um að fela sig á svona obvíus stöðum!

posted by sArs | 16:19


þriðjudagur, febrúar 11, 2003  

Laugardaginn þann 15. febrúar verður alþjóðlegur "ámóti stríði"-dagur! Einn bekkjarbróðir minn er búinn að skipuleggja ferð nemenda arkitektaskólans til Kaupmannahafnar til að taka þátt í massamótmælunum þar. Ég heyrði þau þarna nokkur skipuleggja texta og spjöld í dag.... og voru þau komin með texta eins og "Arkitekter mod strid!" og annað frekar þunnt.... Og þarsem þetta er nú alþjóðlegur mótmælingadagur spurði ég hvort frasarnir ættu ekki að vera á ensku?! Alveg höfðu þau ekkert huxað útí það. Til að alþjóðavæða fólkið ennfremur fór ég að droppa yfir þau slagorð til að nota á 3ja metra borðanna. Frasar eins og "make buildings - NOT war!" og "CONstruction, NOT DEstruction!!" hryndu yfir enskuþyrsta mannskapinn. Ef einhver sér gula og græna borða með þessum slagorðum í köben á laugardaginn þá er það mitt hugarfóstur sem er þar á ferð.
En hvernig er þetta annars? Ef fólk kann ensku, mótmælir það á ensku svo að allur alheimurinn skilji stöðu þeirra þegar atburðinum er sjónvarpað útí heim eða mótmælir það á eigin túngu til að draga athygli að því að þau séu nú af ekki-ensku-mælandi landi og óháð því sem brúskurinn Goggi og kvuttinn blAir segja!?!?
~~pólitíska hlið nAgdísar~~

posted by sArs | 19:33


mánudagur, febrúar 10, 2003  

JÆja, rússkí mætt aftur eftir viku af hardkore skólastreitu sem endaði með hörmungum. Búin að jafna mig og rukka inn þann svefn sem ég átti inni eftir þessa viku dauðans. Fór í beltapróf í TaeKwonDo á flöskudagin (beint eftir krítik frá helvíti) og nældi mér í eitt stk. hærra belti, og kíkti svo í einn kaldan með bardagafélögunum.
Á Laugardaginn buðu Brynja og tRausti mér í íslamska smálúðu að hætti sacre bleu d´ail. Besti fiskur sem ég hef fengið í Danmörku.. kannski eini..maniggi.? En í gær var svo haldið til Herborgu og bjÖssa tilað horfa á LALLA JOHNS! Það var eitthvað íslenskt þema í gangi.. fullt af myndum og þáttum. Merkileg mynd um merkilegt fyrirbæri: rónisma! Lalli á setningu vikunnar:"Ég er tækifærissinni - ekki þjófur!"

posted by sArs | 12:28