þriðjudagur, maí 18, 2004  

Danska velfarnaðarkerfið sér fyrir sínum.
Danir borga rúmlega 50% skatta, en fá nú ókeypis læknisþjónustu og fleirra fínerí. Nú - allir íslendingar sem koma hingað í pörum til að fá sér ókeypis menntun nýta sér það hversu hagkvæmt það er að eignast börn hérna (enda nánast ALLIR óléttir!). Einnig er séð fyrir gamlingjunum á ellihælunum. Eftir ítrekaðar kvartanir frá hjúkrunarkonum elliheimilisdeilda um kynferðislegt áreiti gamlingjanna við sig, hefur danska stjórnin séð til þess að veita greyið gamlingjunum svölun á kynlífsþorsta sínum - á kostnað skattborgara. Nú er ég ekki með það á hreinu hversu oft, en það koma tjaa, gleðikonur uppá herbergi gamlingjanna og sjá um þá. Með þessum hætti hafa sjúkrahúsin bæði létt líf hjúkkanna og gamlingjanna... tala nú ekki um gleðikonurnar sem fá þarna einhvern aukapening f. smávegis handavinnu. En bíðum nú aðeins hæg - erum við ekki að gleyma einhverju?? Eru virkilega aLLIR ánægðir? Er ekki verið að gleyma gömlu kOnunum? Vinur vinkonu minnar er að vinna á elliheimili og verður fyrir því DAGLEGA að klipið sé í bossann á sér af gröðum gömlum kéllingum! Er þetta ekki bara dæmi um mismunun kynjanna eina ferðina enn? Alltaf er þessum köllum séð fyrir öllu...

posted by sArs | 10:26