þriðjudagur, nóvember 30, 2004  

áróður og langtímaflug

rÖlti inní matsal uppí skóla í mínu mesta sakleysi í dag og stóð þar ekki bara maður í dyrunum að deila út "hinni góðu bók"! "gjörðusvovel, fáðu eintak af biblíunni góða" - ég held ekki takk. hvvað á það að þýða að æða inní skólastofnanir á hærra stiginu og reyna að breiða út áróður sinn þar. á stað þarsem arkitektanemar á aldrinum 19-40 hlaupa um og eru spes. sumir þeirra leika bara sjálfir guð - skipuleggja einhver bæjarhverfi svoleiðis að þeir stjórna því hvar hver gerir hvað og hvenær....múhaha. en eflaust eru þarna einhverjar týndar sálir inná milli...

þessi talandi sál hér er ekki týnd - en er kannski frekar að týna sér í skÓlaverkefnum og íþróttum. Lokaverkefnaskil eftir 2 vikur og ég er bara að leika íþróttaálfinn alla daga vikunnar. Tækwondó þriðjudag og fimmtudag, og svo klifur mánud., miðvikud., flöskudag og sunnudag!

það stendur til að skella sér í eitt af norðurfylkjum bandaríkjaveldis til að stunda þar tveggja daga powershopping rétt fyrir jól með múttu og brósa - veit það hljómar sveitt, en mér finnst það fyndið. Minneapolis....here I come! -vantar svo mikið af útivistargræjum að ég fer bara og redda þessu öllu í einum skúrk [endurnýjun snjóbrettabúnaðs og stofnun klifurbúnaðs]
takk&bLEtz

posted by sArs | 17:32