miðvikudagur, desember 18, 2002  

Þá er stundin runnin upp - ég er farin!
Reyndar fer ég fyrst til köbenhafnar á morgun og til Austurríkis á fimmtudaginn. Gróf upp nokkrar myndir af mínum æskuslóðum þarna úr Walchsee. Endilega kíkið á það. Ætli ég gefi ekki heiminum smá frið með í bili og láti það eiga sig að blogga í einhvern tíma....ekki það að það lesi einhver þetta rusl! Var að kanna snjóaðstæðurnar þarna fyrir sunnan: 20 sm í þorpinu (St. Anton am Arlberg - svæðið þarsem ég mun eyða hátiðunum...en ekki æskubærinn sko) og 180 sm uppí brekkum.... og temmilega ferskur snjór....með enn meiri snjó í púður líki á leiðinni!
Sars vill bara óska lesendanum til hamingju með fæðingu einhvers gaurs sem mannfólkið kallar Kræssst - og halda að sé ljóshærður og muni koma aftur einn góðan veðurdaginn og frelsa oss frá illu....AFTUR!?
Ef allt gengur eftir verð ég mætt uppá frón þann 28. eða 29.desember og vil ég vinsamlegast biðja fólk um að ekki senda mér blóm og kransa eins og síðast þegar ég mætti! Sendið frekar rauðvín. Verð annars með sama tal-númer og áður....vill einhver koma með uppá Esju?

Shalom! sAra

posted by sArs | 00:26


mánudagur, desember 16, 2002  

Ég er 22ja ára gömul og hef aldrei farið á Hróaskeldu!! Þetta þarf að breytast! Stefni á að kíkja kannski hérna á næstu hátíð! En ég vil endilega benda öllum á að fara á heimasíðu Hróaskeldu og kjósa hljómsveitir:
Hér er minn listi:
Dansk ønske 1: Malk de Koin
Dansk ønske 2: Zaki
Dansk ønske 3: majed
Nordisk ønske 1: sigur Ros
Nordisk ønske 2: Röyksopp
Nordisk ønske 3: Mum
International ønske 1: Kraftwerk
International ønske 2: Boards of Canada
International ønske 3: Squarepusher

Erfitt að gera upp á milli tónlistarmanna, en ég hvet samt alla til að setja Kraftwerk í fyrsta sæti!!
Frekar rólegt hérna í gær - kvöldið náði hápunkti þegar Danskurinn sjónvarpaði "Jingle oool sa veíí" með Arnold schwartzenegger. Þegar hann hreytti útúr sér frasa eins og "pútt yoa mossaah on sa fón!" eða "yú A nott gettins awaí wiss sis - yú ídíOoot, gív mí sa boooL - I níííd it!" Sé hann alveg fyrir mér í framboði þarna í usa: "Vót foR mííí...yú vónts bí soRís - Æ will pútt öpp mení kinderkartents!"
Fullt af fólki (þarámeðalég) var að skila verkefni í dag - og ætlar út að fá sér öl.
Er hægt að læra mannglöggni annars?? Ég var að versla mjólk í grautinn og kassadaman fór að spyrja hvort ég væri hætt í TaeKwonDo - ég kannaðist ekkert við manneskjuna! Og síðan er einhver ljóshærð gella heima á íslandi sem er alltaf yfir sig glöð þegar hún hittir mig á Prikinu um helgar (þegar ég er á fróni), veit hvað ég heiti og allt - og ég hitti hana næstum undantekningalaust alltaf þegar ég fer eitthvað - og ég hef ekki humynd um hver hún er.... Kannski er þetta sama manneskjan og var alltaf að rugla í mér á menntaskólaböllunum... Ég allavega á mér allt og margar "bídduuu....hver er þetta...afhverju er þessi manneskja að tala við mig??" -stundir! Ef einhver veit um svona námskeið til að taka, eins og MAnglöggni 102 eða eitthvað - látið mig vita! óska mér mannglöggni námskeið í jólagjöf!

posted by sArs | 19:29


sunnudagur, desember 15, 2002  


Which guy are you destined to have sex with?

brought to you by Quizilla


Alveg hef ég ekki hugmynd um hver þessi gaur er - en einhver flokkunnnarvél útí heimi segir að hann sé minn maður!

Helgin að verða búin og ég á að skila verkefni á morgun. Á bara eftir að fín fiffa eitthvað smá. Claus bekkjarfélagi minn braut módelið mitt á föstudaginn. Hann var algerlega miður sín greyið - ég gat nú lagað þetta á hálftíma svo að þetta var ekki alveg svo slæmt. Nú skuldar hann mér bjór OG klifurkennslu! Við förum nebblaí Nemendaferð til Mallorka (!!já - mallorka!!) í maí...og það eiga að vera góðar klettaklifursaðstæður... og hann er klifurkennari og vantar einhvern til að príla með þarna. Fór til Árnýjar á föstudaginn og við settum saman risotto-rétt eins og þeir gerast best. Í gær buðu Hal and the Holy G mér í gómsæta pyyydzu og með´ðí. takka takka :] Síðan fór mín í TAE KWON DO jóla-partý! frekar sveitt. Sá þarna fullt af allskonar fólki - kom inn og einhverjir hnakkar pikkuðu í mig og toguðu í húfuna mína og fannst það eitthvað sniðugt. Svo var þarna einhver gella í þröngum gullkjól og svörtum sokkabuxum. Hún er samt örugglega ekki manngerðin í sokkabuxurnar þarsem þær voru allar útí lykkjuföllum. Tónlistin var ehhhh...sérstök! held að það hafi verið tölva og fólk bara valið eitthvað. Það voru nokkrir hiphop gullmolar spilaðir innámilli európoppslaganna - sem voru á REPEAT!!! Þessi sArs meikaði ekki langa viðveru og fór útúr taekvondó-húsinu, yfir götuna, í gegnum port og inní íbúðina sína!
Best að skella sér uppí skóla, klára nokkara teikningar og líma uppá plansa...og jafnvel taka gamla dansa...
Eftir fjóra daga er ég í AUstUríKi! "Pfittie" (=bæ á austurrísku held ég)

posted by sArs | 12:13