sAra tALar...
þriðjudagur, apríl 29, 2003 Er ekki soldið kaldhæðið að ég hafi verið kölluð SARS hérna frá því ég fluttin hingað út (þeir sem ekki vita afhverju: dAnskurinn sem merkti póstkassa minn hér á fyrsta dvalarstað mínum var solídill mongólíti) - og nú er heimurinn einhverjum slatta af fólki og fleirri þúsundum milljarðra dollara fátækari á fáeinum dögum útaf SARS!!! Alveg hreint skelfilegt. Ég á að vera að skrifa ritgerð eins og á stendur, en einhvernvegin tekst manni alltaf að finna sér eitthvað betra að gera.... eins og að skipuleggjandi yfirvofandi hreingerningar á kollegíinu um helgina. Ætla nú samt að reyna að rumpa þessu af svo ég geti verið rafvirkur þáttakandi í þessarri tónlistahátið um helgina. Og viti menn - helgina eftir það mun konan er einusinni var kennd við nafnið sArs vera stödd á Mallorka.... livin´ it up með Sangría í einni og Julio í hinni... posted by sArs | 00:28
sunnudagur, apríl 27, 2003 OfurhetjuSkólaball í gær. Sars lét sjá sig... fyrir kurteisissakir. Og mín meira að segja var í búníng! Dulbúin sem OfurGenGilbeinan - vopnuð svuntu, kaffi á þermosbrúsa, brennivínspela.....og að sjálfsögðu snjóflóðaSkóflu!!! Rosa löng saga á bak við karakterinn: já hún vinnur sko á svona AlpaRestóranti....hlýjar þreyttum snjóbretta-/skíðapiltum með kaffi (átti ekki kakó) og íslömskubrennivíni - síðan ef einhver festir sig í snjóflóði þá er ég viðbúin með skóflu á bakinu.. The WonderWaitress!
hér eru allavega myndir.
tÓnlistin var til skammar, en bjargaði fólki með kaffi og brennz - svona til að missa heyrnina í nokkrar sekúndur. Já það á alltaf að passa að það sé allavega eitt stk. bjargvættur á svæðinu - enda var mér BORGAÐ fyrir að koma! já ég er 235 dönskum krónum ríkari eftir kvöldið.
Næstu helgi er raftónlistarhátíð! Recession er Árósísk uppákoma þarsem einhver sniðugur er búinn að bóka m.a. COLDCUT, AsianDubFoundation, Xploding Plastix og fleirri sniðuga tónlistarmenn! gLEði glEði! Já og ekki má gleyma eina íslenska nafninu á listnum - dj Hjörtur!! (??whoDaF***??)
sAraÚt. posted by sArs | 15:34