sAra tALar...
mánudagur, janúar 27, 2003 LÁRÉTTI DAGURINN!! Já í gær var fátt annað gert en að liggja. Fór til Brynju og Trausta ásamt Nínu til að liggja í sófanum allann daginn og gera nákvæmlega ekki neitt. Laugardagskvöldið tók víst svona á - þau með læknapartý og ég fékk eitt stykki Ólaf úr nóatúni og vin hans í heimsókn. tók þá með mér í "sumar"bekkjarteiti til Lars sörfer og hentumst svo á næturklúbb. Nú hann Óli ákvað að skella sér í sjálfstæða skoðunarferð um Árósa þarna uppúr 4 leytið.... útá höfn skildist mér og í eitthvað eftirpartý með máfum!? Þetta voru allavega upplýsingarnar sem mér hlutust um hádegisleytið daginn eftir.
jÁ og á föstudaginn var kíkt á BentJ (nágrannapöbbin minn - og elsti djazzklúbbur skandinavíu) og þar var verið að bjóða uppá samlokur í tilefni þess að staðurinn væri að fá einhverja viðurkenningu fyrir framlag til djazzins eða eitthvað - en í verðlaun hlaut Bent gamli heilar 15 þúsund krónur - æviframlag sitt... og hann fær bara eitthvað klínk!! Hefði frekar átt að fá blómvönd víst eir áttu ekki milljónir til að gefa greyinu...
Nú er allavega vika dauðans byrjuð - endalaust af dóti sem ég á eftir að gera, verst að ég veit ekki alveg hvað... En ég er samt búin að fá He-Man og Transformers þættina mína aftur til að horfa á og get ég glaðst yfir því.
~grÜtz~ posted by sArs | 12:59