sunnudagur, júní 22, 2003  

Þá er konan farin á HRÓASKELDU. Morgunlest með stuttu stoppi í köben til að afhlaða draslinu sem mar tekur með sér til íslams - svo beint til Roskilde að slá upp búðum (Michael - a.k.a. Jamez Blunt- er að halda f. okkur plássi við vindmilluna). Búin að fjárfesta í þessu fína 4ra manna tjaldi með forstofu og tvífóðruðu gólfi.... Rúmfatalegerinn sponseraði tjaldið.. ómeðvitað.... hehe. Nú og svo er mar búinn að pakka stuðhlutunum líka: MELVIN (ghettoblasterinn), hakkísakk og vínilhanzkar! Alltsaman ómissandi í útileiguna.
Endalaust af fögnuðum og látum í vikunni sem leið: Brynja náði öllum læknisfræðiprófunum, heill aragúi af grillveislum vinstri hægri og lokaball arkitektaskólans (myndir hér).
amm - tom jenkinson og massive attack bíða... frÉkari fréttir þegar ég er komin til strjálbýla landsins, en ég á flug 1. júlí - og vil biðja fÓlk um að vera ekki að bóka þessa lúðrasveit aftur - fannst það heldur mikið síðast þegar ég lenti í Keflavíkinni.... fólk starði og svona - og blómakransar vinsamlegast afþakkaðir!!
sjáumst á kAffibarnum... :þ

posted by sArs | 19:27