föstudagur, apríl 02, 2004  

Í dag er annar í fyrsta apríl: hEld að mÉr hafi tekist að plata allavega 14 manns í gær. nú heldur sumt fÓlk að ég ætli að hætta í skólanum og flytja til kærasta míns í frAkklandi til að vera á snjÓbretti framað sumri. Ég vildi óska þess að sú væri staðan..... en nei nei - ég held ótrutt áfram með skólagönguna (allavega þessi 3 ár í BA-inn).
dAnir voru svolítið á mis í þessu 1.apríl gabbi í ár - danmarksRadio og stórt dagblað ætluðu nú aldeilis að sprella í áheyrendur sínum og lesendum og settu upp "gabb"fréttir.... kannski ekki frá sögu færandi nema hvað að þeir hafa víst farið eitthvað daga villt því bæði fyrirtækin plötuðu landa sína þann 31. mars!! sjálfur 1. apríl fór allur í að byðjast afsökunnar.

bÆði síminn minn(nokia5110) og einhverjir danskir iðnaðarmenn plötuðu sArs í gær. síminn fraus og heimtaði ísetningu sim-korts á og til (aldrei gerst áður). Og þessir iðnaðarmenn: úff - það var miði á hurðinni minni þegar ég kom heim úr skólanum kl. ca 3:30 um nótt aðfaranótt fimmtudags og á honum stóð að það kæmu menn inní íbúð klukkan 8 að morgni sama dag að skipta um pípulagnir. þarsem ég hafði nú fengið einhver skilaboð um að þetta ætti að eiga sér stað og stund á ca. þessum tíma gleypti ég þetta alltsaman og vaknaði á ókristinlega tímanum - sem er FYRIR hálf átta! Þegar ég kom heim um eftirmiðdaginn í gær sá ég að það var búið að SAGA bæði eldhús- og baðloftið hjá mér og þarmeð hækka lofthæðina um hálfan meter. ég sé bara hitalagnir og rykþakin rör í loftinu. ossa notalegt að sitja á klÓsettinu og bíða eftir því að það stökkvi á mann rotta... Iðnaðarmennirnir skildu eftir miða á eldhúsborðinu og sögðust semsagt EKKI vera búnir (döh) og ætluðu að koma aftur og klára.... en það stóð ekkert um neina dagsetningu. Og ég held að þeir séu komnir í pÁskafrí! vinur minn lenti í þessu einhverntíman - iðnaðarmennir komu - fjarlægðu rúður og gluggakarma - settu nýtt gler - fóru í páskafrí - komu svo aftur og settu gluggakarma og þéttingu. vinur minn gat varla verið inni hjá sér sökum kulda og láta.

:tAkk&bLEtz:

posted by sArs | 11:43


miðvikudagur, mars 31, 2004  

sArs mun heiðra Baunalandsbúa með tilvist sinni hér um páskana.ÞarsEm útlit fyrir því að ég nái að vera viðstödd Ak-Extreme (á Akureyri sko) næstu helgi er svart ef ekki blint - hef ég ákveðið að vera bara eins langt frá því skítapleisi og ég hef efni á. Það verður korteðer ekki nægur snjór fyrir mig þarna uffrá... svEinborgin verður bara að reprísenta mig þriðja árið í rÖð.

Til að gera mér pÁskamun er það planið að heimsækja kónkgsis kÖben og taka þátt í Copenhagen SKa Convention í ár. mEð mér í för verða Julie hin danzka, Lotta hin þversagnakennda og Jesse kanadíski.... plús allir aðrir sEm vilja vera memm.

vErkefnaskil á flÖskudaginn og þarsem ég er tæknimaður hÓpsins verð ég upptekin í allskyns svindli og skítamixi þangaðtil.

bless, kex, klukkan sex - niður með lansvirkjunarfress sem byggja landeyðingarmess!

posted by sArs | 12:55