laugardagur, nóvember 09, 2002  

Úff - nú er ég loksins búinað losa mig við þessa viðurstyggilegu sjöunda-áratugs-liti af þessarri síðu. Ekki það að þetta sé eitthvað æði.. en sker allavega ekki í augað - eins og gardínurnar mínar fyrrverandi. Nú kannski fer eitthvað að gerast á þessarri síðu og fólk getur hætt að rífa sig útaf tómlegheitunum hérna.
Ég er búin að vera að vinna soldið í síðunni minni í morgun - og búin að setja inn einhverjar myndir af fólki sem ég þekki ekki. aRg.. ég hafði svooo mikið í kollinum í morgun þegar ég var úti að labba (hratt) - og svo núna þegar ég á að vera að segja frá einhverju þá er allt úr höfði horfið. Kannski ég reyni aftur seinna í dag...dankeschönUndtschüss.

posted by sArs | 14:35


föstudagur, nóvember 08, 2002  

Hvurn djöööööö......ég er ekki búin að fixa grafíska hluta þessarar síðu.... en það kemur að því!

posted by sArs | 19:09