sAra tALar...
fimmtudagur, júlí 03, 2003 Fólk er víst orðið eitthvað órólegt um afdrif mín eftir Hróakelduna... best að láta heyra í sér. Skeldan var hreinlega sagt hin bráðasta snilld! Var þarna með góðu fólki (sem var þarna með sama hugarfari og ég - sem er nottla frábært) og veðurgvuðirnir voru með okkur [verst hvað það er einhvernveginn EKKERT rokk að þurfa að bera á sig sólaráburð á svona hátíð] Og að sjálfsögðu voru það tónlistarmennirnir sjálfir sem gerðu úrslagið! Veit ekki hvort mar eigi að vera eitthvað að telja þetta upp - en það sem hvað helst stóð uppúr voru: Squarepusher, Metallica (allt sem var ekki af svörtu plötunni var LEIÐINLEGT!), Saian Supa Crew (Wu Tang Clan Frakklands), beth Gibbons (úr Portishead), Sigur Rós, Björk, Xploding plastix, Kaisers Orchestra, RJ2J, CHicks on Speed, Electric Eel Schock (Japanskt hevímetalband með nakinn trommara og ástúð á rafpósti - og vil ég þá vitna í setninguna : "Sex, drugs and E-MAIL!!" , Massive Attack (tóku mest af Mezzanine og svo nokkur gömul og klassísk plús örfá af 100th window) og Gentelman & the far east band (þýskt reggí til að slefa yfir). Auðvitað sáum við (Hans Orri, Þráinn and myself) fullt fleirra - enda varla tími til að drekka bjór eða éta vegna tímaþröngu plani vorra. Mættum nú á svæðið á þriðjudeginum og var fullt að gerast áður en sjálf tónleikahöldin byrjuðu á fimmtudeginum - eins og skate-, frístælhjól- línuskautakeppnir, hakkísakkmont, beatbox keppni, skratzkeppni, krossarastökk sýning, listauppákomur, streetboltakeppni, keppni um það hver gat staflað flestum ölkössum undir sig og prílað upp þá.... endalaust að gerast - og það í glampandi sólskini og blíðu!! Hitti líka endalaust mikið af fólki sem ég þekkti - fullt af gömlum skólafélögum - bæði íslenskum og dönskum, vinum frá svíþjóð og noregi - fólk sem ég átti víst að hafa þekkt í Chamonix í frakklandi (en hin ómannglögga ég var eitthvað ekki með á nótunum - gott að aðrir muna eftir mér í staðin þá...)
Áberandi þótti hversu fáránlegir margir íslendingar gátu verið: Þóttust eiga svæðið og vera gett SPES því þeir voru frá íslandi - báru fánann hátt á lofti og sungu stál og kníf.... Eitthvað svona utan-af-landi-pakk sem vissi EKKERT um hvað þessi hátíð snérist. Enda voru þeir líka lamdir. ÞEtta átti víst að hafa verið ein hvað best heppnaða hrÓaskelda EVER! Lítið sem ekkert um ofbeldi (nema kannski þegar gullu íslendingarnir gengu yfir strikið: "Nó - ví aR ðe trú vækíngs jú nó... ví had ðe wörlds strongest mAn.. and ví ar verí spessjal..." - fyrir utan það að restin af fólkinu þarna skildi túngumál hvers annars(danska,norska,sænska) og gat ekki hrópað "gAlaataðir skór - þúrt gegt hallærislegur þú þarna með neflokkinn - en þú skilur ekkert hvað ég er að segja því ég er íslenskur og er svo spes...ahaha" - fÁvitar!) nóg um það....
En það var allavega drullu gaman og ef einhver er með frekari spurningar þá bara um að gerast að ráðast á kommentakerfið... á öruggla eftir að skella inn svona "memoirs from Roskilde" við og við á næstunni.
Reggíkvöld á kaffi List og Breakbeat á 22mur í kvöld - nóg að gera eftir erfiðan vinnudag í Rammagerðinni...
::gÓðar stUnir:: posted by sArs | 23:29