miðvikudagur, júlí 09, 2003  

Efast um að fólk nenni að lesa þetta væl í mér á sumrin líka.. en ég tala þá bara við sjálfa mig!

Búin að vera á íslandi í viku núna og ennþá alveg að tapa mér í náttúru upplifunum! Ætlaði á hestbak daginn eftir heimkomu, en rataði ekki útá land ein og ákvað að bíða aðeins með útreiðina. Föstudagsnóttina brunaði stúlkan austur á Drumboddstaði til að henda sér útí Hvítá og sigla þar niður á Kanú með Elsu og fleirrum. Komum uppúr um hálf fjögur um nótt og brunuðum í bæin aftur. Þetta var svona "stop, drop and row!" Hvern fjárann á maður svo að gera í Reykjavík þegar mar á frí um helgar?? Fara á Kaffibarinn?? NEIIII.... á laugardagskvöldinu fórum við Elsa svo útá ARnarstapa ásamt eLvis og snjóbrettunum okkar. Þar var tjaldað með bjÖrgunarsveit hAfnarfjarðar!! (að sjálfsögðu!) Tók einhverjar myndir sem liggja hÉR ... fleirri myndir væntanlegar eftir smá..... Eftir glímuleiki, fjallahjólareiðar, skíðastökk og gindrykkju var svo vaknað við bakverki og vöðvakrampa á sunnudeginum og auðvitað röllt uppá SnÆfellsjÖkul. Þar voru einhverjir leifar af pöllum síðan fyrr í sumar (iceland park project) og mátti misnota þá í einhvern tíma. Mæli með að fólk kíki þangað - þetta er fín brekka og snjórinn er bara ágætur til að leika sér á.
Nú er það bara að hlaupa uppá Esju og skella sér í Bláa Lónið og þá get ég eiginlega bara farið til Danmerkur aftur....?
Vinnuhelgi framundan. þá má mar fara útí ruglið og láta sjá sig á ölhúsum borgarinnar..... Einhver að bjóða mér í partý takk!

posted by sArs | 15:53