sAra tALar...
fimmtudagur, mars 10, 2005 mAður lifandi! eða réttara sagt sAra lifandi. það er rétt, hún lifir - og það í höfuðborg osta- og vínmanna: pArís! fyrir þá sem ekki vita þá er ég hér í nafni menntunnar og framtíðarframa.... og ekki til að skemmta mér og skoða. Efast meira segja um að ég muni nokkuð sjá hérna annað en arkitektastofuna og herbergið mitt í "ekkert allt of fína" hverfina mínu. Á meðan ekki er unnið um helgar mun ég líklegast reyna að hverfa til alpanna með næturlestinni, en þar á ég nebbla fjöll og vini. hér í stórborginni þekki ég hvorki kong né prest... og hvað þá einhvern hressan flippara til að tala við um heimsins málefni. Í vinnuni er töluð franzka og aftur franzka og er ég núþegar búin að fá ofstóran skammt af þeirri annars ágætu tungu, en þegar maður getur ekki mikið sagt ámóti þegar fólk er að tala við mann - heldur svarar með óöruggri músarödd "ca va" eða "d´accord" við öllu - er mar orðinn frekar ær inni við bein af tjáningarleysinu.
Daginn fyrir komu mína hingað í túristaproppuðu borgina átti ég mér all sérstakan dag - en það var kvart-aldar afmælið. Frekar sorglegur dagur ef ég á að segja eins og er..... fór uppí fjall að renna mér nokkrar ferðir þarna í Chamonix meðvituð um að ég ætti ekki eftir að sjá fjöllin í soldin tíma og síðan var smá afmælis-/kveðjupartý um kvöldið. Það var nú eitthvað lítið um kveðjurnar - bróðir minn hringdi ekki einusinni í mig! ..... en ég vil samt þakka þeim fáu sem mundu mig á deginum "góða" - þið vitið hver þið eruð.
Ef einhver á leið hjá hérna í parís má endilega hafa uppi á mér í síma +33 675394273 - ég á auka dýnu og minnsta baðherbergi í heimi sem vert er að gera sér leið hingað til að skoða!
sAra.....niðri fyrir ástæðuna. ["down for the cause" sko] posted by sArs | 10:35