mánudagur, ágúst 07, 2006  

SumarTal sÖrunnar...

sAra segir takk fyrir að kíkja í "sAra er að Fara" -boðið sem ég hélt fyrir sirka 2mur vikum. Er stödd í Chamonix, Frönsku ölpunum - en á flug til Lúxemborgar á morgun. Búin að taka nokkrar fjallgöngur í alltof miklum hita, skoða risaeðluspor uppá fjalli í sviss, fá lánað fjallahjól til að fara upp og niður fjallastíga. Lét líka loks verða af því að prófa almennilegt downhill fjallahjól - í ausandi rigningu bara svona til að taka almennilega á því í fyrsta skiptið..... og niður eitt stykki bratt helvíti með 180° beyjum á sirka 30 sentimetra breiðum drullustíg. Stundum kom myndarlegur klettur rétt fyrir neðan beyjuna bara svona til að vekja mann. Tók nokkrar skemmtilegar veltur og kollhnýsa í leðju og brenninetlurunnum. Eins gott að hafa verið með fullféshjálm og tilheyrandi klífar... Sveinborg mín - ég er geim í dánhillferðir með þér í framtíðinni.
Ef einhver þekkir einhvern hressan í Lúxembúrg vil ég endilega komast í spandex við viðkomandi, þarsem ég þekki ENGAN þar. Öll fjölskyldan verður á íslandi eða annarsstaðar þessa 4 daga sem ég verð þar.

Kossaflens - sAra

posted by sArs | 11:37