laugardagur, október 15, 2005  

þá eru fjórir leiðinlegustu tímar fulorðinsára minna liðnir, en ég þreytti hið staðlaða enskupróf TOEFL í morgun. fannst þetta nú ekki reyna mikið á enskukunnáttu, heldur meira svona almenna einbeitingu á hlustun og lesnum texta. ef þetta sama próf hefði verið á íslensku væri einkunn mín hin sama held ég... því miður! Ég hef ekki tekið próf síðan í apríl 1999!! Hvernig í ósköpunum á ég að getað haldið einbeitingu við texta sem fjalla um barnabókabindingar 18. aldar, fuglamyndun á risaeðlutímanum, steingervinga og ensími og ég veit ekki hvað og hvað. Og ekki nóg með það að textinn skuli vera drEpleiðinlegur, heldur eru spurningarnar þannig að mar þarf alltaf að lesa þennan MORÐtexta aftur og aftur!
nÓg um það. undirskrifuð er á leið til AMSTERDAM núna á mánudaginn og verður þar í viku - í heimsókn hjá Hrund vinkonu. eru fleirri þar sem ég á að þekkja?

ferðakvEðja. engin smeðja. sAruman!

posted by sArs | 14:59