sAra tALar...
fimmtudagur, apríl 10, 2003 Alexandra er á ferð og flugi - Held ég bregði mér til íslams á morgun. Átti að fara á laugardaginn - en síðan fóru huxanatannhjólin að snúast ... hví að eyða heilum laugardegi í ferðalag, ef ég get eytt flöskudeginum í það. Reyndar er ómögulegt að fá sæti í lestinni á föstudögum og verð ég þá barasta að standa í lestinni í þrjáoghálfa klukkustund með allar mínar föggur sem samanstanda af snjóbrettapoka, tölvu, skólabókum og nokkrum flíkum.
hún Elsa var að upplýsa mig um snjókomu í Bláfjöllunum - og vona ég að það verði eitthvað hægt að nota brettið þarna um páskanna. Ef einhver hefur áhuga á að koma með í snjóleit - eða er á leið uppá einhvern jökul endiskendilega hringið í mig í 696-3411.
sayonara - sjáumst á kaffibarnum! :þ posted by sArs | 17:52
miðvikudagur, apríl 09, 2003
Alexandra Spaulding: Thu ert voldugasta konan i
baenum! Svifst einskis, ert rik og voldug og
getur fengid hvad sem thu villt! Attir fallegan
son sem do en thegar kom sidar ljos ad thu
attir i raun tviburasyni tha reyndir thu ad
gera allt til ad vinna hinn (lifandi)son thinn
yfir a thitt band, og ad sjalfsogdu tokst thad
ad lokum.
Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla
posted by sArs | 20:03
sunnudagur, apríl 06, 2003 Ný regla: Alltaf þegar ég fer í strætó ætla ég að spyrja vagnstjóran hversu gamall hann sé!
Annasöm vika að baki - Þráinn kíkti í nokkurra daga heimsókn á leið sinni á fRón úr brettaferð. HÉr eru myndir... og þess má geta að Ýrr var líka í bænum! Á miðvikudaginn var síðan haldið í NEMENDAFERÐ með bekknum og fjórum drykkfelldum kennurum til sAMsö (eyja hérna aðeins sunnar) - í uppmælingar, hjólreiðingar,teikningar og glasalyftingar... Velheppnuð ferð held ég. Setti allavega nokkrar myndir af leiðindar danalandslagi hér ef nokkur sál hefur áhuga... veit að ég hef ekki áhuga allavega.
Ferðalagið til sAmsö er soldið langt: Rúta frá árósum til HÓ! (reyndar skrifað Hov) og svo með ferju til samsö - og svo frá ferjustaðnum þvert yfir eyjuna. Á heimleiðinn á leið uppí rútuna spurði ég síðan vagnstjórann hvort það kostaði ekki 35 kall - " Ha, nei - ég er 57 ára" svaraði maðurinn.
posted by sArs | 12:56