fimmtudagur, október 05, 2006  

Helgarferð í viltu náttúruna


Nú á að fara að ganga um náttúruna í umhverfi Vancouvers - Squamish nánar tiltekið, en það er mikið útivistarsvæði fyrir göngugarpa og klifrara og hjólamennsku.
Við erum 5 sem ætlum að sprikkla þarna uppá etthvað fjall. Nú veit ég ekki hvort lesandinn hefur gengið uppá fjöll áður, en það á víst að vera aðeins öðruvísi hér en heima t.d. (annað væri líka fáránlegt!)
Fyrir það fyrsta finnast hér fyrirbrigði sem kallas víst TRÉ! Og nóg er víst af þessum helvítum, sem teyga sig lengst uppí himinn - og skygga þarmeð á allt útsýni ef þú ert staddur á jörðu niðri og inní hópi slíkra fyrirbæra - en her af þessu tagi kallast víst Skógur. Ekki nóg með það að skógurinn geri það að verkum að maður tapi allri ratvísni um svæðið, heldur hýsir hann einnig dýr! Við erum ekki að tala um litlar sætar rjúpur og refi, heldur fjallaljón og skógarbirni, snáka og pokarottur, ofvaxna þvottabirni og skúnka. Nú höfum við ferðalangarnir reynt að kynna okkur nokkur öryggisatriði áður en við höldum útí óbyggðirnar. Mismundnadi heimildi hafa gefið okkur mismunandi upplýsingar um viðbrögð þegar rekist er á skógarbjörn. Klassíska viðbragðið er að leggjast niður í fósturstellingu og þykjast vera dauður. Nú er LonelyPlanet kominn með nýstárlegri aðferðir en þar á maður að dæma um ástand björnsins áður en mar tekur til aðgerða. Ef björninn virðist rólegur og saddur, þá má mar leggjast niður og bara bíða eftir því að hann fari. En ef björninn virðist svangur og pirraður þá áttu vinsamlegast að hlaupa eins og þú getur, nema hvað birnir hlaupa yfirleitt 3x hraðar en maðurinn, svo þú mátt alveg eins búa þig undir að SLÁST við dýrið!! "Fight the bear" -stendur í blessuð bókinni! Ætlum að leigja Rocky 5 í kvöld og sjá hvort við getum ekki undirbúið okkur....

posted by sArs | 22:54


sunnudagur, október 01, 2006  

Íþrótt fyrir alla - konur og karla(?)


Nýtt land - ný íþrótt.
Var að spá í að reyna fyrir mér í jóganu. En þessi staður hérna er ekki svo langt frá mér. Er ekki alveg klár á því afhverju það er betra að stunda jóga nakinn - en ég held ég taki prufutíma með þessum úngu mönnum til að fræðast aðeins um atferlið.
Fór annars á tónleika um dagin. Alein. Það var mjög áhugavert svona fyrst og ég fór nú að spjalla við annað lið sem mætti án fylgdarliðs. En ég mæli samt með því að hafa tónleikafélaga. Þetta er ekki eins og að fara einn í bíó (á þó eftir að prófa það)Dj Krush var að spila annars. fílaði hann einhvernvegin miklu betur hérna back in the day árið 2000... er ég kannski bara of gömul fyrir svona rispu rímix rímusyrpur?



Vil benda fólki á að kíkja á myndaseríu sem Karin vinkona mín tók í Færeyjum um dagin - ekki fyrir grænfirðinga!

posted by sArs | 05:43