laugardagur, júlí 10, 2004  

Landmannalaugar, 27. júní 2004

"Hello - excuse me - are you doing the Laugarvegur-trail to Þórsmörk?"
kallaði ég á eftir ungum manni sem hraðaði sér í átt að upphafi
Laugavegs-stígsins rétt eftir hádegi þessa kalda og hvassa
sunnudags. Hálfum sólarhringi síðar fannst maðurinn látinn 2mur
kílómetrum frá næsta skála (Hrafntinnuskeri). Þegar ég taldi mig
hafa náð "athygli" mannsin áður en hann lagði af stað hafði ég reynt að
útskýra fyrir honum hversu harðar aðstæðurnar (snjór á köflum, slydda,
hvassviðri, væta, þoka, kuldi) væru á leið uppí sker og hálpart skipaði
honum að búa sig betur, en hann stóð þarna f. framan mig íklæddur
þunnum göngubuxum og strigaskóm. Einnig benti ég honum á að skrifa nafn
sitt í bók sem er yfir þá sem fara þessa leið (öryggisatriði).
Eitthvað var maðurinn á hraðferð og gerði hann ekkert af þessu, heldur
dreif sig afstað, ALEINN! Þremur klst síðar hafði hann tilkynt sig
týndan og hljómaði orðið firrtur í símann. Höfundur verður nú að
viðurkenna það að hafa verið svolítið skelkaður yfir þessu (verandi
síðasta manneskjan til að tala við manninn lifandi) - en það sem okkur
skálavörðunum á svæðinu blöskraði mest yfir var
"björgunar"athöfnin: Einum 5-6 klukkutímum eftir neyðarkallið
komu 12 ofurjeppar brunandi úr Hveragerði, Garðabæ og Flúðum (samt bara
tveggja tíma keyrsla). Útúr þessum 4x4 tryllitækjum stigu svo
björgunarsveitarmenn/konur - hver öðrum feitari, og annar hver aðili
engu betur búinn en sjálft týnda, ofkælda manngreyjið. Sumir í
gallabuxum, ekki helmingurinn með bakpoka (f. auka föt, nesti og
fyrstahjálpdót - leitir geta oft varið í fleirri fleirri klukkutíma
sko) og fór ein björgunargellan af stað í x18 gúmmíbroddaskóm (sem voru
í tísku útá landi f. 4rum árum!)

Ekki nóg með það hversu seint liðið mætti heldur voru menn ekkert að
flýta sér afstað, heldur stóð fólkið útá plani - keðjureykti og drakk
kók - og ekki var búið að undirbúa leitina í bílferðinni uppeftir
einusinni. Tíminn leið (og manngreyjið - ef ekki látinn þáþegar -
að reyna að halda í vonina) og síðan fór pakkið LOKS af stað - hægt og
andkafandi! Þurfti liðið að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og vildu
þau svo HINKRA á eftir öðrum hópi í heila 2 klukkutíma - og stóðu bara
og gerðu ekki neitt á meðan (Landvörðurinn var með í för og átti ekki
til orð yfir þessu og hljóp eitthvað um svæðið á meðan) Uppúr miðnætti
hafði hópur björgunarfólks sem hafði laggt afstað úr Skeri fundið illa
farið lík mannsins, en nú voru hins vegar 3 björgunarsveitarmenn
týndir!!
- pant ekki fara villt á íslandi.

Þetta skrifaði ég hjá mér í óbyggðunum í Landmannalaugum í júní.
Er bara í stuttri bæjarferð núna og fer aftur útí Laugar á mánudaginn.
Er búin að taka góðarn reykjavíkur white trash pakka - kaffibarinn,
stjörnumáltíð í Kringlunni, Hagkaup í Skeifunni, Ellefu.... er
alveg ekki að missa af neinu með því að vera bara uppá hálendi!

Sný aftur 29. júlí og verð bara í stórborginni í svona mánuð,
atvinnulaus að gera bara eitthvað skemmtilegt. Ef þú villt vera
memm í að gera eitthvað skemmtilegt (ferðalag, innanhúsklifur, sund,
skate, hakkí, kaffi, Esjurölt, bjór eða einfaldlega bara samveru) hafðu
þá bara samband.

ta ta í bili.

posted by sArs | 15:34