laugardagur, júní 14, 2003  

Bókhald. hvað er bókhald?
Það fer auðvitað eftir heimilum. í mínu tilviki er bókhald stór plastpoki með fullt af pappírssnifsum, reikningum og kvittunum. Einhverra hluta vegna fékk ég bréf frá kollegikontorinu (stúdentagarðafélaginu) og vilja þeir HENDA MÉR ÚT eftir 3 mánuði!!! Vilja meina það að ég senti aldrei einhverja staðfestingu á því að ég væri nemi og eitthvað.... nú þetta ágæta staðfestingarskjal hlýtur bara að vera einhversstaðar í "bÓkhaldspokanum"...

posted by sArs | 21:32


miðvikudagur, júní 11, 2003  

Lokaverkefið komið til skila eftir kjarnorkustríð við prentara og ljósritunarvélar..... þessir helvítis kristnu frídagar töfðu fyrir tónaáfyllingum og viðhaldi á draslinu. Einn af þessum bannsettu dögum var bæði Grundlovsdag(sbr. 17.júní) OG Farsdag! en það kom hvergi fram hvort um væri að ræða fisk- eða kjötfars...

posted by sArs | 22:41


mánudagur, júní 09, 2003  

bull
Thu ert Innlit Utlit!
Thad ma vel vera ad thu sert afar modins og
nyjungagjarn/gjorn og ahugaverd/ur...en i
gudanna baenum GET A LIFE!!!


hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla


"Jaaaaá - en flott! - þetta er æðislegt!! Gasalega lekkert svona dekor....." - Huxa ég yrði fín Vala mAtt.
Og sýnir þetta sjálfspróf ekki fram á rétt námsval hjá stúlkunni - er hætt að skipta um nám.... (í bili)... Hef reyndar alltaf haft áhuga á bífvélavirkni.. en ég ætla nú að klára arkitektinn áður en ég kíki í það

posted by sArs | 16:05