laugardagur, nóvember 27, 2004  

MEÐLIMUR.

það að vera meðlimur gerir hversdagsleikan bara aðeins skemmtilegri. Að tilheyra ákveðinni Elítu og flokka mann frá öðrum "óæðri" verum í þeim skilningi að þær hreinlega ekki verðskulda það að vera meðlimir í þessum sama hópi betri manna. Júrs trúlí er meðlimur í hinum ýmsu sérstofnunum: Århus Taekwondo Klub, Århus Klætreklub, Dansk bjergforening, Ikea family, Icelandic Snowboard Association, hinum ýmsu áhugamálaheimasíðum, brettakrúinu BigMamaMindContol og örugglega fullt fleirra.

gjörið-svo-vel að öfunda mig...

annars er væntanleg heimkoma uppá klaka þann 16.desember (held ég), en það gæti vel svo farið að ég fljúgi áfram vestur á bóginn þann 17.des. og snúi tilaka uppá klaka 2mur dögum seinna - útskýri betur síðar. ta ta í bili.

posted by sArs | 14:35


miðvikudagur, nóvember 24, 2004  

brÉfberinn minn vill deyja!

það er annaðhvort það eða það að hann sé ólæs... sem er samt frekar ólíklegt. mAnnskepnan hættir ekki að trOða auglýsingabæklingum í póstkassann minn þó svo að það standi skýrt og skilmerkilega "Ingen reklamer tak" með fínu handskrift minni og skreytt nokkrum lególímbandsköllum til að gleðja augað. hÉr er það reyndar málið að hafa svona "viðurkenndan" límmiða frá pósthúsinu í ákveðnum lit og svona staðlaður að öllu leiti, og þá á mar víst að sleppa við ruslapóstinn - en undirrituð er á móti stöðlum og uppáþvinguðum viðurkenningarskjölum (og -límmiðum) Ætla ekki að ferðast þvert yfir bæinn til að standa í röð á pósthúsi nokkru og biðja um slíkan miða - og hvað þá borga fyrir hann! Það stendur nákvæmlega það sama í mínum límmiða og þessum frá pósthúsinu! Og ef greyjið fæðingarhálvitinn sem hættir ekki að troða þessu drasli í póstkassann minn þá fær hann að kynnast afar ofbeldisríkri hlið af mér! .... en kannski ég byrji á andlegu ofbeldi.... einhverjar tillögur?


posted by sArs | 16:57