sAra tALar...
fimmtudagur, janúar 06, 2005 tími fyrir aðgerðir!
en áður en ég segji frá aðgerðinni þá verð ég að deila einu með mannskapnum: það er þáttur í danska sjónvarpinu tileinkaður einhverju fjalli hér á landi - talað við fólk sem býr nálægt "fjallinu" og þau lýsa stemmningunni - fornleifafræðingar lýsa hrifningu sinni - fjallið er stolt landshlutans! fjallið er heilir 25 metrar hátt! ....og þau eru ekkert að grínast með að kalla það "fjall"..fyndið fólk.
jÁ þessi aðgerð mín er alls ekki óskild fjöllum. Það er þannig að ég hef ákveðið að yfirgefa þetta land þarsem fólk kallar 25 metra hraðahindranir fjöll! snjÓrinn og fjÖllin kalla - nánar tiltekið Chamonix í frAkklandinu. í lok janúar flyt ég úr 12 fm höll minni hér í árósum í annað þröngbýli í ölpunum. Þar reikna ég með að dvelja í u.þ.b. 3 mánuði og eftir það er ég barasta væntanleg uppá klaka! hver veit hvað mar tekur sér fyrir hendur þá?
Allir velkomnir í heimsókn - bara láta vita.
hér eru síðan myndir úr bAndaríkjaferðalagi mínu (ef svo má kalla... þetta var meira svona skrepp).
posted by sArs | 23:18