sAra tALar...
þriðjudagur, desember 31, 2002 Þetta verður í síðasta sinn sem ég blogga á þessu ári..... er viss um að fólki finnist þessar upplýsingar mínar afar sjokkerandi og úr lausu lofti gripnar. Brettaferðin til Austurríkis var hrein snilld! Ekkert jólastress! Menn voru bara ennþá í snjóþöktum útivistargöllum og sveittu skíðasokkunm sínum um 19 leytið á aðfangadag og fóru síðan að snæða á einvherju hóteli. Ég setti inn stutta grein um svæðið á AkEXtreme ef einhver hefur áhuga.
Fór á Hringadrottinssögu í gær..... ásamt ótal Nexus-nörda - þessar þjéttu týpur með sveitt svart hár, skipt í miðju og í leðurjakka með kringlótt gleraugu, þessi týpa sem situr þarna í vel útfyllta bíósæti sínu og nuddar höndum saman, horfir hálf geðveikur á skjáinn meðan ein löppin titrar af æsingi. Myndi var góð....og löng! fór á hálftólf sýningu og var komin heim hálf fjögur!
Kæru 7 þúsund þrjátíuog níu lesendur, Hafið sæmileg, ef ekki bara sprellskemmtileg áramót! Og ekki gera ykkur neinar vonir um æðislegt kvöld - það býður BARA uppá vonsvikni! Farið alltaf með svona "low expectations" hugarfari út í nýja árið... það er lang öruggast!
takk&bLetz posted by sArs | 15:44