miðvikudagur, maí 12, 2004  

Norskt slúðurblað leitar að norsk/ítalska listamanninum sem ákvað að tala ekki í eitt ár. Það mun vera Frankó, sem fékk að búa í herberginu mínu hér í árósum á meðan ég var í ölpunum hér í mars. Nú - hann Frankó hefur ekki hugmynd um að það sé verið að leyta að sér.... og hvernig veit hin talandi sArs þetta alltsaman..???? jú það er þannig að ein norsk bekkjarsystir mín á ítalskan vin sem heitir líka francesco og býr líka í Osló - og það HRINGDU í hann blaðamenn og spurðu "halló - ert þú norsk/ítalski listamaðurinn sem er tímabundið mállaus?" þessi gaur fattaði nottla ekki neitt - en svo talaði hann við bekkjarsystur mína og hún hafði einmitt hitt hinn sanna Frankó heima hjá mér eitt kvöldið. Lítill heimur eða?

Og í þessum litla heimi er nóg að gera þegar mar er í skóla og er að fara að skila verkefni eftir 2 vikur OG að fara að skila inn 2mur samkeppnum! Júbb - er í þessum branza peninganna vegna! við erum 3 stelpur í hóp að gera þetta alltsaman og okkur hefur vantað svona HÓP NAFN. Það var þá ákveðið að þegar við vinnum allar þessar milljónir sem í boði eru í þessum samkeppnum - þá fáum við okkur allar saman silikonbrjóst. Stærð D! og þá heitir fyrirtækið okkar SIZE D.
...verð líklega að fá mér stærri fætur til að halda jafnvægi í leiðinni...

posted by sArs | 21:59