fimmtudagur, janúar 12, 2006  

EllismEllur eða bara í fríi á óldies ferðamannamússíkstað?

trEndy tónlist!? Telst það merki um þroska eða hreinlega elli þegar maður fer að hlusta á aðrar tÓnlisarstefnur en maður gerði á unglingsárunum? undirrituð vaknaði upp einn dagin og uppgötvaði það að hún væri alltíeinu komin með gott Johnny Cash safn. mÖppur (mp3 sko) eins og Nick Drake, Lou Reed og Neil Young eru settar inná winampinn oftar en "unglingasÖrumússík" eins og Omnitrio, dj Food, phArcyde og FutureSoundofLondon...
Er ég kannski bara í hvíld frá "úntza úntza", "biggÖpp selectahh" og skratzi?
Ekki er það aldur tÓnlistarmanna sem ég er að velta fyrir mér, en minns hefur verið dyggur aðdáandi músíkanta í háldraða kantinum eins og gÖmlu djössurunum (Coltrane, Gilberto, Davis, Brubeck...), þessum fyrstu rAfnÖrdum (brian eno, krAftwerk ofl), gamlaskÓla hiphoppi (NWA, krs, grAndmaster flash...) og líka þessum eldgömlu dub/raggaArtistum frá Jamaika (lee scratch perry, king tubby, peter tosh..).

Er þróunin sú að allir breyti hægt og rólega um smekk eftir aldrinum og endi síðan í svona "folks" músík sem samanstendur yfirleitt af öðru gömlu fólki með nikku og lúður að syngja um gömlu góðu dagana í sveitinni eða á sjónum étandi saltfisk, drekkandi sínalco, tyggjandi munntóbak, labbandi yfir miklubraut (áður en hún varð 10 akreina breið) og röltandi gOretex Túrista frían skólavörðustig......

posted by sArs | 22:33