fimmtudagur, desember 12, 2002  

STARFSFÓLK BANKA MÍNS VILL DEYJA!!! Var að fá rukkun frá kollegí skrifstofunni og þau segja að ég sé ekki búin að borga leigu og ætla að sekta mig um 1500kall ísl.! Ég er með svona mánaðarlegt færslusystem - sem maar borgar fyrir!!! Djöfull er ég að fara niðrí banka á eftir að bitch-slappa einhvern!!
Er annars að basla við gifsmódelið mitt..... var að fatta að ég get eiginlega ekki límt það saman (það er í 4um hlutum)....held ég þurfi bara að finna uppá einhverri rökfærslu fyrir því að draslið eigi að standa í sundur, en ekki saman...?
Í gær var það Gym80 stemmning með Brynju og Trausta... hjálpaði þeim að flytja allar sínar föggur (réttara sagt bara helminginn) niðrí bæ úr ghettóinu! LOKSINS.

posted by sArs | 13:21


þriðjudagur, desember 10, 2002  

Í dag eru níu dagar í Austurríkisferð! Og ég er bólgin á fætinum!! ;[ - þurfti að hlaupa heila 20 metra eftir strætó á laugardaginn.... á líklega eftir að EIGA brekkurnar þarna í St.Anton. Einhver með ráð? Ætla ekki að sitja uppá hótelherbergi ámeðan hinir eru að jóðla í brekkunum - inni að leika mér að nýju puttalínuskautunum sem sessunautur minn gaf mér í gær....af því að ég á að vera svo "street-wise" (eins og línuskautar séu eitthvað awesome...right! :þ).....þeir eru svo nýjir að það er ekki einusinni svona fingurbroddsfíla af þeim.
Þessi danska gella sem þykist búa hérna með mér er aaaldrei heima =) Við deilum einni íbúð þannig séð... en gellan er aldrei heima um helgar - og þessar helgar eru orðnar að 5 dögum núorðið. Ég er ekki að kvarta. Frekar sweet að hafa heila íbúð undir sig... með Thievery Corporation í botni...og fullan vask af drasli.
Halli er eitthvað að kvarta yfir kommentakerfinu mínu....það er víst ekki hægt að setja inn komment án þess að skrifa netfang og uRL..? er þetta bara svona ef maar býr á Mejlgade?
takk&bLetz

posted by sArs | 21:13


sunnudagur, desember 08, 2002  

Ég er að vinna í því að breyta nafninu mínu í Nagdís! Skil ekki , eins og það eru til mörg eitthvað-Dís nöfn, að enginn skuli heita þetta. En ég fann ekki nafnalistann sem á að vera hægt að finna á heimasíðu Hagstofu Íslams. Þessi líka ljóóóta síða..öll í þessum bjúrókratalitum :þ
Nagdís fór semsagt í bekkjarteiti í gær. Bauð nokkrum eintaklingum heim í einn kaldan áður...og henti síðan restinni af ostunum úr innflutningspartýinu í fólkið. Sjálf fann ég einhverskonar ál-bragð af þeim... þetta var vellukkað teiti hjá honum Jeppe (er ólánsamlegasta danska karlkynsnafnið - ásamt Uffe) - ég mætti með íslenskt brennivín til að gefa fólki, þarsem ég kemst ekki í Julefrokostið....og þar eiga allir að drekka snafs. Danirnir voru mishressir á svip eftir sopann. Skil ekki alveg þessa þörf fólks til að gretta sig ef eitthvað bragðast ekki eins og bjór.... skánar bragðið uppí manni ef maður grettir sig svona?? Talandi um bragð - mér tókst að útbúa verstbragðandi mat ársins í gær....núðlur með pestói!! Gæti ekki verið til einfaldari uppskrift að ágætis bita.....EN mér tókst að klúðra því!! Held samt að þetta pestó sem ég keypti í arababúðinni á horninu hafi verið eitthvað dúbíus.... man ekki til þess að hafa fundið hvítvínsmyglulykt af pestói áður....

posted by sArs | 16:48