mánudagur, maí 07, 2007  

Þá er ég stungin af til Japans krakkar mínir.

Þar býr hún Hrund vinkona - og ætlum við nú eitthvað að sprikkla þarna og ofsækja. Ferðaheimurinn er ekki jafn stór og ég samanborin við meðal japanan - en allavega þá verður hann Palli minn í Tokyo fyrstu 2 daga mína þar - en hann er flugþjónn og þekkir pleisið nokkuð betur en við hin. Tökum Tokýó - flykkjumst um Fuji - klifrum í Kyoto... eða eitthvað í þá áttina.

Það hefur allt verið á grilljón hér í afslappaða landinu sem Kanada er - en ég fæ bara að segja þeim sem hafa áhuga frá því persónulega svona uppúr 8. júní þegar ég lendi á klakanum.
Stúlkan flýgur heim í gegnum New York borg og verður þar í viku í byrjun júní. Ef ég þekki einhvern sniðugan einstakling sem verður þar á sama tíma - láttu vita. Ég mun annars búa hjá Tinu skíðavinkonu minni í Queens.

Hér koma síðan nokkrar myndir af Baklandsskíðaferð sem við Róbert og Auður skelltum okkur í um dagin. ÞETTA er ástæðan fyrir því að ég fór til kanada!posted by sArs | 17:18


sunnudagur, mars 04, 2007  

(hús)BÍLINN MINNNNNNN.......ég elska bílinn minn!


ÞEtta er uppáhaldshliðin mín af húsbílnum sem við stelpurnar leigðum um dagin og bjuggum í í Whislter. Ég gæti alveg huxað mér að búa í svona græju í einhvern tíma. Ég á eitthvað svo bágt með að búa á einum stað of lengi. Verst hvað mér finst leiðinlegt að keyra, en þá er samt skemmtlegara að keyra svona 6 metra búsbíl, því það er hægt að taka uppí 8 spænska puttalinga með skíðadóti. Svo er líka hægt að fara í leikinn "hver getur hellt uppá te og reynt að halda 7 skúffum lokuðum ámeðan ekið er niður fjallaveg í snjókomu".
Það var líka rugl mikill snjór þessa viku sem við vorum á staðnum. Ferskt púður á hverjum degi og nógu lélegt skyggni til að halda fólksmergðinni heima hjá sér - s.s. meira ferskt f. okkur! Hér má sjá fleirri myndir af hvítrusl skíðaferðinni!Hér kemur annars smá svona væmið afmælis drottningarvínk!

Krakkarnir í skólanum breyddu áli yfir allt borðið mitt og skreyttu með riiisa blöðrum, blómum, vondum kanadískum bjór og kleinuhringjum. Svo fékk ég líka stóran súkkulaði Hómer, en hann var partur af bjór og kleinuhringjaþemanu. Kvöldið var síðan svolítið ölkennt og HÉR má sjá myndir af skræpóttum hópi fólks sem heiðraði mig með tilvist sinni þarna á þessum barnaafmælisdegi mínum.
Ef þú ert ekki búin/nn að óska mér tilhamingju nú þegar, gerðu það þá núna. En blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.

að eilífu krakki sAra

posted by sArs | 21:10


föstudagur, febrúar 16, 2007  

Þá er ég flutt inní svona tryllitæki í rúmma viku..

Texti tectieiisigsgi textiEf einhver á leið hjá Hjólhýsa garðinum í Whistler á næstunni vil ég biðja viðkomandi um að endilega stoppa þar við og kíkja í örbylgjusoðna pizzusneið eða einn svona Budweiser.
Húsbíllinn verður fullur af skíðakonum með ódýr ilmvötn í stóóórum amerískum bolum með belti í mittinu og helling af hárlakki...

Hvað eruð þið að gera annars?

Efnisorð:

posted by sArs | 18:18


laugardagur, febrúar 10, 2007  

Er svona dimmt?

Janúar 2005 var fjöldi sólskinsstunda í Reykjavík 1.3 af heilum 744 klukkutímum mánaðarins. Það var samt ekki jafn slæmt og janúar 1992, en þá fengu Reykvíkíngar heila 0,3 klukkutíma af sólskini. 20 heilar mínútur!

Nú eru liðin um það bil 7 ár síðan ég bjó á Fróni yfir heilan vetrartíma. Í mínum huga er ekkert svo dimmt heima þarsem ég er nú bara þarna yfir sumartíman. Nú er ég að reyna að skrifa ritgerð um ljósgæðin heima í sambandi við einhverjar byggingar - og ég er bara með myndir af björtum litum og glampandi bárujárni í huganum.
Get ég fengið smá hjálp við að endurvekja minningar mínar af köldum dimmum dögum vetrarins? Og þegar það er sumar heima - eru þið ekki sammála mér um að það er frekar bjart ljós meðað við t.d. Bretland ?
er ég kannski bara í ruglinu?

Efnisorð:

posted by sArs | 22:35


mánudagur, febrúar 05, 2007  


Mig vantar tryggingu. Tryggingamiðstöðin vill ekki taka við peningum mínum svo ég verð bara að halda áfram að lifa á kantinum. Síðan hvenær vilja trygingafélög ekki selja manni neitt?! HVaða máli skiptir það hvort ég sé ekki á landinu til að kaupa hjá þeim ef það á að vera hægt að gera allt rafrænt hérna í 2007?

allavega... hún Julie vinkona mín úr kóngsins kÖben var hérna hjá mér í heilan mánuð til að leika í snjónum og svona. HÉR eru nýjar myndir af ruglinu. Við kíktum líka til Seattle til að tékka á EMP (experiance Music project) tónlistarsafnið - en þetta er ekki bara borg grunge-sins, heldur líka djass, oldschool hip hip og metal og fleirra gott sem kom þaðan. Mæli eindregið með þessu safni - en ég fékk að spila þarna á trommur og bassa og taka upp herlegheitin og svona. Við fórum reyndar á safnið kl.10 um morgun, og þá var akkúrat stóóór hópur af ehhh... mongólítum á safninu. Ég var alltof upptekin við að reyna að sjá hverjir væru "heilbrigðir" og hverjir væru a la Corky - og það truflaði alveg einbeitinguna þegar ég var að reyna að tromma. Skora á hvern sem er að greina milli heilbrigðs fólks og mongólítum þegar fólk er að tapa sér í gítarsólói í litlum bás og heldur að það sé enginn að fylgjast með...

HVer veit nema ég segi síðan frá einhverju áhugaverðu á næstunni...
en þangaðtil segi ég bara yfir í kút.

posted by sArs | 20:04


fimmtudagur, janúar 04, 2007  


þEtta mánaðarlanga jólafrí fer að líða undir lok og nú er von á Julie vinkonu minni í mánaðarlanga heimsókn. Aldrei kom hún að heimsækja mig í Árósum alla leiðina frá kAupmannahöfninni þarsem hún býr. Ekki ásaka ég hana fyrir það. Í árósum eru engin ævintýralönd full af nýjum 50 sentimetra púðursnjó daglega yfir bratt skóglendi og breiða jökla til að bruna niður.

Hef eytt jólunum í fjöllunum og áramótunum í ruglinu. Allt eins og það á að vera, nema hvað það var enginn fjölskylda nálægt.
Spádómskexið sem fylgdi kínversku núðlunum sem ég fékk mér á aðfangadagskvöld sagði mér að ég mundi finna gæfuna á þessu ári. Þá var akkúrat vika eftir af árinu. klukkan tifaði - sAran lagðist í flensu eftir viku af hamagangi í fjallinu - og nú er árið liðið.

Stúlkunni tókst nú að festa eitthvað af fríinu á stafrænt form og birt það HÉR.
þarna eru snjólamyndir, fjallganga, tjútt og eitthvað fleirra eldra.

-síðan senti ég líka út áramÓtakort. ef þú fékkst ekki slíkt, og telur þig verðskulda það - láttu mig vita og ég sendi um hæl!

posted by sArs | 07:27


mánudagur, desember 11, 2006  

kOmin í mánaðarlangt vetrarfrí!

þá er skÓlavesen þessarrar annar yfirstaðið og snjógamanið tekið við!

Þessi svokölluðu jól eru líka skollin á og farið er að sjást til skrauts og hvaðeina. Fyrr í kvöld var bankað á hurðinni hérna heima hjá mér. Nú auðvitað opna ég bara hurðina, nema hvað það stendur þarna hóður fólks með jólasveinahúfur og fer að syngja "Jingle Bells"! Meiri eins dónaskap hef ég nú bara ekki upplifað lengi! Héldu þau virkilega að ég ætlaði síðan að standa í dyragættinni í gvÖðveit hve margar mínútur og hlusta á þetta rugl!? Ég held nú síður! Ég gaf þeim nokkrar sekúndur, og um leið og ég var orðin meðvituð um að það þyrfti eitthvað að gera í málinu svo þau færu nú að hætta þessarri vitleysu - þá truflaði ég nú bara pent og sagði "We are not Christians here, so please stop!"

var ég nokkuð búin að segja frá því að það er búið að vera met úrkoma hér í nóvember. 4 metrar af snjó hérna rétt f. utan borgina. lífið er ljúft.

posted by sArs | 05:35